Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 18:31 Martínez fór beint inn í klefa eftir að vera takinn af velli vegna meiðsla gegn West Ham. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira