Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2024 19:11 Hér hefur vegurinn farið alveg í sundur. Vísir/Sigurjón Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira