Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 06:30 Víkingskonur áttu ótrúlegt ár í fyrra og byrja þetta nýja ár líka vel. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024 Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Körfubolti „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Körfubolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira