Taplaus í heilt ár og raðar inn titlum Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:30 Ber er hver að baki nema sér Rodri eigi, gæti Phil Foden verið að hugsa. Getty/Chris Brunskill Spænski miðjumaðurinn Rodri gat fagnað merkum áfanga um leið og hann fagnaði 3-1 sigri Manchester City gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027. Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027.
Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira