Snjó ekki rutt burt, stórskemmt vallarhús og mörk og línur vantar Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 13:58 Vestramenn unnu sig upp í efstu deild í fyrra. Búið er að leggja nýtt gervigras á æfingavöll þeirra en ekki gera hann leikhæfan fyrir leiki í Lengjubikarnum, og enn er beðið eftir nýja aðalvellinum sem spila á á í Bestu deildinni. Facebook/Samúel og vísir/Diego Ísafjarðarbær þarf að þjónusta og styðja við fótboltastarfið í bænum með mun betri hætti en nú er. Þetta segir Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra. Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira