Sótti um vernd vopnaður kennsluefni í að koma illa fram við konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 17:37 Maðurinn kom til Ísland þann 30. janúar síðastliðinn. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Erlendur karlmaður sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi í lok janúar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan mál hans er til umfjöllunar. Í fórum hans fannst efni um hvernig eigi að beita konur misrétti. Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér. Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Það var þriðjudagskvöldið 30. janúar sem maðurinn kom til landsins. Lögreglumenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ræddu við manninn sem gat ekki framvísað skilríkjum. Við tollskoðun fundust ýmis skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en engin skilríki. Sagðist óttast um líf sitt Maðurinn upplýsti um fæðingardag sinn en breytti svo svarinu sínu. Hann væri að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi þar sem hann óttaðist um líf sitt vegna hótana um að honum yrði ráðinn bani. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum. Hann hefði ætlað að sækja um vernd í einu landi en ekki getað orðið sér út um áritun til þess lands. Hann hefði verið hrakinn burt og menn væru að elta hann og vildu drepa hvert sem hann færi. Hann sagðist ekki þekkja neinn á Íslandi og hefði enga tengingu við landið. Hann hefði borgað flugmiðann sjálfur, væri andlega veikur og á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun sagðist hann hafa verið í samtökum frá því hann var undir lögaldri. Hefur áður sótt um alþjóðlega vernd Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru að finna í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Þar kemur fram að við skoðun á skjölum í farangri mannsins hafi fundist dagbækur um hvernig eigi að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum. Sömuleiðis um það hvernig beita eigi konur kynbundnu misrétti. Í lögreglukerfinu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag. Samkvæmt kerfinu sótti maðurinn um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi ánöfnuðu öðrum karlmanni og sömuleiðis dvalarleyfiskorti. Honum var fylgt úr landi af stoðdeild Ríkislögreglustjóra árið 2021. Lögregla segir samanburð á myndum og fingraförum sýna að allar líkur sé um að ræða sama mann. Hann var handtekinn aðfaranótt 31. janúar og krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vægari úrræði vandfundin Lögreglan á Suðurnesjum segir í gæsluvarðhaldskröfunni að ný umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum. Unnið sé að rannsókn málsins og gæti það leitt til brottvísunar hans. Fyrirséð er að einhverja daga geti tekið að ljúka málinu. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu um tveggja vikna gæsluvarðhald enda væri ekki unnt að beita vægari úrræðum í málinu. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Úrskurðinn má lesa hér.
Hælisleitendur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira