Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Við sjáum myndir frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra um málið í beinni.

Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu í Grindavík. Við sjáum myndir frá aðgerðum þegar sérsveitarmenn í línum flettu gervigrasi ofan af fótboltavellinum og skoðuðu sprunguna.

Þá fer Heimir Már Pétursson yfir stöðu kjaraviðræðna í beinni og ræðir við formann Sjómannasambandsins en sjómenn lönduðu í dag samningi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Við kynnum okkur einnig fyrirhugaðar framkvæmdir í Kvosinni og kíkjum til Lundúna þar sem margir eru slegnir yfir fregnum af krabbameinsgreiningu Bretandskonungs.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×