130 starfsmenn Vísis falla af launaskrá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 19:36 Grindavík jarðskjálftar Í dag fengu 130 starfsmenn Vísis bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Á vef Vísis hf. segir að ekki sé um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir séu 60 manns í landi sem vinni við þau verkefni sem eru í gangi, þar á meðal saltfiskvinnsluna í Helguvík. Þá segir að verklagsreglur Almannavarna hamli því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Tekist hafi að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar séu færri en annars væri og verkefnin hafi breyst. Nánari útfærsla hvað það varðar verði kynnt í vikunni. Í bréfinu til starfsmanna kemur fram að ákveðið hefði verið að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi sem ekki er í vinnu frá og með deginum í dag. Starfsfólk sé hvatt til að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar á grundvelli laga um tímabundinn stuðning til launagreiðsla. Þrátt fyrir að starfsmennirnir 130 hafi verið teknir af launaskrá kemur fram að ráðningarsambandi við þá rofni ekki og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík geti starfsfólk hafið störf að nýju. Unnið verði að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum núlíðandi óvissutíma og haldið verði áfram að þrýsta á yfirvöld að gera þeim kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis. Grindavík Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Á vef Vísis hf. segir að ekki sé um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir séu 60 manns í landi sem vinni við þau verkefni sem eru í gangi, þar á meðal saltfiskvinnsluna í Helguvík. Þá segir að verklagsreglur Almannavarna hamli því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Tekist hafi að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar séu færri en annars væri og verkefnin hafi breyst. Nánari útfærsla hvað það varðar verði kynnt í vikunni. Í bréfinu til starfsmanna kemur fram að ákveðið hefði verið að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi sem ekki er í vinnu frá og með deginum í dag. Starfsfólk sé hvatt til að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar á grundvelli laga um tímabundinn stuðning til launagreiðsla. Þrátt fyrir að starfsmennirnir 130 hafi verið teknir af launaskrá kemur fram að ráðningarsambandi við þá rofni ekki og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík geti starfsfólk hafið störf að nýju. Unnið verði að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum núlíðandi óvissutíma og haldið verði áfram að þrýsta á yfirvöld að gera þeim kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis.
Grindavík Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira