Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 11:49 Mike Johnson hefur setið um hundrað daga í embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Gærdagurinn þykir honum til skammar. AP/J. Scott Applewhite Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. Fyrst reyndu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Ekki voru næg atkvæði fyrir því, þar sem nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra Demókrata, greiddu atkvæði gegn ákæru. Al Green, þingmaður Demókrataflokksins frá Texas, kom inn í þingsal í hjólastól til að greiða atkvæði en hann frestaði skurðaðgerð til að geta greitt atkvæði gegn ákæru. Þannig var útlit fyrir að atkvæðagreiðslan færi 215-215, eftir að þrír Repúblikanar greiddu atkvæði gegn ákæru. Þess vegna breytti einn þingmaður Repúblikanaflokksins atkvæði sínu, svo hægt væri að leggja fram frumvarpið aftur, eins og leiðtogar flokksins segjast ætla að gera. Ekki hefði verið hægt að gera það hefði atkvæðagreiðslan endað í jafntefli. Atkvæðagreiðslan fór því 214-216. Þeir þrír þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákæru segja að það að ákæra embættismann fyrir embættisbrot vegna deilan um stefnumál myndi skapa slæmt fordæmi. Þá þykir ljóst að Mayorkas yrði aldrei sakfelldur af þingmönnum öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Í frétt Washington Post segir að þegar einn þingmannanna kom flokksmeðlimum sínum á óvart með því að greiða atkvæði gegn ákæru, hafi aðrir þingmenn hópast í kringum hann og reynt að fá hann til að breyta atkvæði sínu. Mistókst tvisvar sinnum Repúblikanar vilja ákæra Mayorkas fyrir embættisbrot vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sama tíma hafa Repúblikanar afneitað frumvarpi sem samið var eftir langar viðræður öldungadeildarþingmanna beggja flokka en umrætt frumvarp myndi fela í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og myndu Repúblikanar ná fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Frumvarpið snerist einnig um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísraelum og Taívan en Repúblikanar höfðu notað það sem vogarafl í viðræðum við Demókrata til að ná fram baráttumálum sínum á landamærunum og draga úr fjölda farand- og flóttafólks. Ástæðan fyrir því að Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu er að Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, vill nota „krísuna“ á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden, fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Strax eftir atkvæðagreiðsluna um meint embættisbrot Mayorkas reyndu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að samþykkja eigið frumvarp um 17,6 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Ísrael. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði heitið því að leggja slíkt frumvarp fram. Demókratar lögðust alfarið gegn því frumvarpi en Joe Biden, forseti, hafði áður heitið því að beita neitunarvaldi gegn því ef það yrði nokkurn tímann samþykkt á þingi. Demókratar saka Repúblikana um bellibrögð og vilja sameina hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan í einu frumvarpi. Atkvæðagreiðslan um hernaðaraðstoð til Ísrael fór ekki Repúblikanaflokknum í vil, þar sem nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því, með Demókrötum, á þeim grundvelli að ekkert væri skorið niður til móts við hina 17,6 milljarða sem átti að setja í hernaðaraðstoðina. Jake Sherman, blaðamaður Punchbowl News, sem lengi hefur fjallað um bandaríska þingið, segir gærdaginn hafa verið mjög vandræðalegan fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins. I've seen a lot of embarrassing days for different House Republican leadership teams. This one is pretty high on the list. They lost a vote to impeach Mayorkas. And then they lost a vote to send $17.6 billion to Israel.They didn't need to vote on the israel bill today. They — Jake Sherman (@JakeSherman) February 7, 2024 Johnson sendi frá sér yfirlýsingu eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sakaði Demókrata og Joe Biden um að snúa bakinu við nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, þegar þeir þurfa hvað mest á aðstoð að halda. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Þá hélt hann því fram að Demókratar ætluðu sér að nota aðstoð til Ísrael til að ná fram óvinsælum forgangsmálum sínum. Það væri rangt af Demókrötum að reyna að nýta neyð Ísraela með þessum hætti og þeir ættu að skammast sín. My statement on Israel Aid Package: pic.twitter.com/YPBxeGlbsO— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 7, 2024 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli að leggja frumvarp um sameiginlega hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan á næstunni. Talið er að það muni ekki fá þau sextíu atkvæði sem þarf í öldungadeildinni, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Tengdar fréttir Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. 8. janúar 2024 11:27 Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50 Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 25. október 2023 22:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrst reyndu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Ekki voru næg atkvæði fyrir því, þar sem nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra Demókrata, greiddu atkvæði gegn ákæru. Al Green, þingmaður Demókrataflokksins frá Texas, kom inn í þingsal í hjólastól til að greiða atkvæði en hann frestaði skurðaðgerð til að geta greitt atkvæði gegn ákæru. Þannig var útlit fyrir að atkvæðagreiðslan færi 215-215, eftir að þrír Repúblikanar greiddu atkvæði gegn ákæru. Þess vegna breytti einn þingmaður Repúblikanaflokksins atkvæði sínu, svo hægt væri að leggja fram frumvarpið aftur, eins og leiðtogar flokksins segjast ætla að gera. Ekki hefði verið hægt að gera það hefði atkvæðagreiðslan endað í jafntefli. Atkvæðagreiðslan fór því 214-216. Þeir þrír þingmenn Repúblikanaflokksins sem greiddu atkvæði gegn ákæru segja að það að ákæra embættismann fyrir embættisbrot vegna deilan um stefnumál myndi skapa slæmt fordæmi. Þá þykir ljóst að Mayorkas yrði aldrei sakfelldur af þingmönnum öldungadeildarinnar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Í frétt Washington Post segir að þegar einn þingmannanna kom flokksmeðlimum sínum á óvart með því að greiða atkvæði gegn ákæru, hafi aðrir þingmenn hópast í kringum hann og reynt að fá hann til að breyta atkvæði sínu. Mistókst tvisvar sinnum Repúblikanar vilja ákæra Mayorkas fyrir embættisbrot vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sama tíma hafa Repúblikanar afneitað frumvarpi sem samið var eftir langar viðræður öldungadeildarþingmanna beggja flokka en umrætt frumvarp myndi fela í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og myndu Repúblikanar ná fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Frumvarpið snerist einnig um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísraelum og Taívan en Repúblikanar höfðu notað það sem vogarafl í viðræðum við Demókrata til að ná fram baráttumálum sínum á landamærunum og draga úr fjölda farand- og flóttafólks. Ástæðan fyrir því að Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu er að Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, vill nota „krísuna“ á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden, fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Strax eftir atkvæðagreiðsluna um meint embættisbrot Mayorkas reyndu Repúblikanar í fulltrúadeildinni að samþykkja eigið frumvarp um 17,6 milljarða dala hernaðaraðstoð handa Ísrael. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði heitið því að leggja slíkt frumvarp fram. Demókratar lögðust alfarið gegn því frumvarpi en Joe Biden, forseti, hafði áður heitið því að beita neitunarvaldi gegn því ef það yrði nokkurn tímann samþykkt á þingi. Demókratar saka Repúblikana um bellibrögð og vilja sameina hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan í einu frumvarpi. Atkvæðagreiðslan um hernaðaraðstoð til Ísrael fór ekki Repúblikanaflokknum í vil, þar sem nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því, með Demókrötum, á þeim grundvelli að ekkert væri skorið niður til móts við hina 17,6 milljarða sem átti að setja í hernaðaraðstoðina. Jake Sherman, blaðamaður Punchbowl News, sem lengi hefur fjallað um bandaríska þingið, segir gærdaginn hafa verið mjög vandræðalegan fyrir leiðtoga Repúblikanaflokksins. I've seen a lot of embarrassing days for different House Republican leadership teams. This one is pretty high on the list. They lost a vote to impeach Mayorkas. And then they lost a vote to send $17.6 billion to Israel.They didn't need to vote on the israel bill today. They — Jake Sherman (@JakeSherman) February 7, 2024 Johnson sendi frá sér yfirlýsingu eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sakaði Demókrata og Joe Biden um að snúa bakinu við nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, þegar þeir þurfa hvað mest á aðstoð að halda. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Þá hélt hann því fram að Demókratar ætluðu sér að nota aðstoð til Ísrael til að ná fram óvinsælum forgangsmálum sínum. Það væri rangt af Demókrötum að reyna að nýta neyð Ísraela með þessum hætti og þeir ættu að skammast sín. My statement on Israel Aid Package: pic.twitter.com/YPBxeGlbsO— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 7, 2024 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, hefur sagt að hann ætli að leggja frumvarp um sameiginlega hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísrael og Taívan á næstunni. Talið er að það muni ekki fá þau sextíu atkvæði sem þarf í öldungadeildinni, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Tengdar fréttir Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. 8. janúar 2024 11:27 Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50 Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 25. október 2023 22:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma. 8. janúar 2024 11:27
Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23
„Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38
Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. 6. desember 2023 23:50
Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. 15. nóvember 2023 11:31
Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01
Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 25. október 2023 22:50