Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Jörundur Áki segir fólk hjá KSÍ ósátt við að vera útundan enn eitt árið. Stöð 2 Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki. KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki.
KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira