Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Jörundur Áki segir fólk hjá KSÍ ósátt við að vera útundan enn eitt árið. Stöð 2 Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki. KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki.
KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira