Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 07:02 Bókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis þrjár vikur í senn í sumar. Vísir/Vilhelm Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð borgarstjórnar. Þar var tillaga Sósíalistaflokksins um að hætt verði við fyrirhugaða sumarlokun bókasafna Reykjavíkur felld af fulltrúum meirihlutans. Vinstri græn og Flokkur fólksins studdu tillöguna en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. Gert er ráð fyrir því að bókasöfnin verði lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar. Er það sett fram í kjölfar hagræðingarkröfu en áætlað er að sparnaðurinn verði 21 milljón króna. Á hverjum tíma fjögur söfn opin Í bókun sinni vegna málsins segja borgarfulltrúar meirihlutans að Borgarbókasafn Reykjavíkur sé lykilstofnun í menningarlífi borgarinnar. Það þjóni íbúum um alla borg með átta útibúum í öllum borgarhlutum. Í sumar muni hvert útibú loka í alls þrjár vikur. Á hverjum tíma verði hinsvegar að lágmarki fjögur söfn opin og gjarnan meirihluti þeirra, að því er segir í bókuninni. Borgarbókasafnið muni þannig áfram bjóða betri þjónustu en tíðkast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og lætur meirihlutinn þess getið að aðeins í Reykjavík séu bókasöfn opin á sunnudögum. Eins og olía á eld Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins lögðu fram bókun vegna málsins. Þar segja þau að borgaryfirvöld séu á hættulegri vegferð þar sem þrengt sé að starfsemi mikilvægra samfélagslegra stofnana. Segir í bókuninni að ekkert bendi til þess að niðurskurðarstefna borgarinnar verði endurskoðuð enda sé jafnan bætt við nýjum niðurskurði í hvert sinn sem illa árar, sem verði æ oftar. Borgarfulltrúar Flokks fólksins og Vinstri grænna taka í svipaðan streng. Vinstri græn segja að um skaðlegar sparnaðaraðgerðir sé að ræða sem skili tiltölulega litlu miðað við mikilvægi bókasafnanna sem menningarstofnanna. Fulltrúi Flokks fólksins segir það að skerða opnunartíma bókasafna eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Bent er á að skólabókasöfn séu lokuð á sumrin. „Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnaminni heimilum þar sem foreldrar hafa ekki hafa ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira