Hlemmur gjörbreytist í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 16:26 Einhvern veginn svona munu gatnamót Rauðarárstígs og Laugavegar líta út. Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni. Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira