Þetta sést úr vefmyndavélum Vísis. Áður sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, að vinnuvélar væru reiðubúnar á veginum og við varnargarða að Svartsengi.
Kort af því hvar hraunið er komið að og yfir veginn:
Til stóð að fylgjast með stöðunni og fylla í gatið við varnargarðana ef þyrfti. Fram kom í morgun að hraunrennslið yrði hagstætt miðað við þessar áætlanir, en svo virðist ekki vera.