Innlent

Ein af sviðsmyndunum sem gert var ráð fyrir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur.
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar

Rennsli hraunsins yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg við Bláa lónið var ein þeirra sviðsmynda sem gert var ráð fyrir í hraunfræðilíkönum. Flæðið eru vondar fréttir fyrir Suðurnes en ágætar fyrir Grindavík.

Þetta Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Rætt var við hann í sérstökum aukafréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í hádeginu. Eins og fram hefur komið hefur hraun runnið yfir Grindavíkurveg og heitavatnslögn í sundur.

„Þetta var ein af þeim sviðsmyndum sem voru í hraunfræðilíkönunum, að þetta gæti farið inn á veginn og yfir þessa lögn,“ segir Benedikt. Það sé ágætt að það renni ekki til Grindavíkur en vont hvaða áhrif það hafi á innviði á Suðurnesjum.

Benedikt segir um að ræða svipað eldgos nú og í janúr og í desember. Það byrji hratt og sé líkara því sem upp kom 18. desember.

Mun þetta vara í marga daga eða klárast þetta skjótt?

„Þarna varð ekki til verulega stór kvikugangur. Við sjáum aflögun en hann er mun minni í sniðum en 18. desember og 14. janúar. Mögulega þýðir þetta lengra gos en það er erfitt að spá fyrir um það. Þetta er ekki eins stórt og desember gosið en stærra í byrjun en það sem varð 14. janúar.“

Benedikt segir að miðað við þróunina undanfarna mánuði, þar sem gosið hefur í desember, janúar og nú í febrúar, megi teljast líklegt að það muni gjósa aftur í mars. Á meðan enn séu merki um landris og þenslu megi búast við endurtekinni atburðarás með stuttu millbili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×