Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 18:21 Kristinn Harðarson segist bjartsýnn á að vinnan muni ganga hratt fyrir sig. Vísir/Einar Árni Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hann segir stöðuna vera nokkuð góða og að undirbúningur fyrir þessa sviðsmynd hafi verið langt kominn. „Við höfum verið núna í margar vikur að leggja þarna hjáveitulögn sem varahitaveitulögn á þessum stað. Það var grafinn þarna djúpur skurður og við höfum verið að sjóða saman rör og setja í það lagnastæðu. Svo í morgun þegar þetta byrjaði vorum við langt komin með þessa lögn,“ segir Kristinn. Hann segist hafa gert fyrir því að hafa marga klukkutíma til verkefnisins en að sökum hraða hraunrennslisins hafi þurft að flýta vinnunni verulega. „Þetta gerðist mjög hratt en það tókst í raun og veru að fergja lögnina þannig við erum að vonast til þess að hún sé alveg heil þarna undir,“ segir Kristinn. Aðrar leiðir til skoðunar Kristinn segir vinnan akkúrat núna vera að smíða millitengingar til að hægt sé að tengja gömlu lögnina sem lá á yfirborðinu og vöðlaðist undir skriðþunga hraunsins. Það þurfi að tengja á tveimur stöðum, annars vegar Svartsengismegin og svo norðanmegin. „Við erum að vona að vera tilbúin með það í fyrramálið og vinna við það síðan á morgun. Ef okkar bjartsýnustu plön ganga eftir þá gætum við verið komin með heitt vatn aftur frá virkjuninni á morgun,“ segir Kristinn. Hann segir að aðrar hugsanlegar lagnaleiðir séu til skoðunar gangi áætlunin ekki eftir en að í augnablikinu bendi ekkert til þess að hún muni ekki ganga. „Við erum bjartsýn á að þetta verði niðurstaðan. En við erum að skoða einnig tvö önnur plön og tvær aðrar lagnir sem við gætum skoðað til tenginga en það tæki þá ögn lengri tíma en ég minntist á hérna áðan.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira