Bjarni skipað 23 vinkonur í sendiherrastöður miðað við höfðatölu Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 9. febrúar 2024 07:01 Úr Pallborðinu í gær. Frá vinstri: Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir Heitar umræður sköpuðust um útlendingamál og stöðu fólks á Gasa, sem komið er með dvalarleyfi á Íslandi, í Pallborðinu á Vísi í gær. Samstaða náðist um fátt, fyrir utan að stytta þarf málsmeðferðartíma hjá hælisleitendum. Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Rætt var um álag á kerfið í heild sinni vegna fjölda hælisleitenda og flóttafólks. Nína Helgadóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, segir þennan hóp oft sagðan bera ábyrgð á álagi á kerfið, sem það geri ekki í raun. Til að mynda væri atvinnulífið að flytja fullt af erlendu vinnuafli hingað til lands. „Þessi hópur er að ósekju gerður að blóraböggli fyrir almenna álagið á kerfið. Teljum við að einhverju leyti. Móttaka flóttafólks skapar álag á afmarkaða hluta kerfisins eins og skólakerfin og slíkt. En það má líka setja það fram þannig að verklagið hérna við að taka á móti flóttafólki, það er kannski úr sér gengið,“ segir Nína. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið: Útlendingamálin í brennidepli Vilja bæði stytta málsmeðferðartímann Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, deildu hart en voru þó sammála um að það þyrfti að stytta málsmeðferðartíma hælisleitenda, þó af mismunandi ástæðum. „Arndís, sem er mjög áfram um að greiða leið þessa fólks inn til landsins almennt... Þá vill hún ekki að við einföldum kerfið, hún reynir að tala um að við séum alltaf að flækja það. Því einfaldleikinn í hennar huga er að hleypa þessu fólki inn. Þar erum við ekki sammála og við viljum reyna að færa málsmeðferðartímann, sérstaklega í þessum vafamálum sem eru fjölmörg, reyna að færa hann til miklu skemmri vegar svo þetta fólk fari út aftur,“ segir Jón. Vill ekki tala um hlutföll Jón nefndi ítrekað að Ísland tæki hlutfallslega á móti langflestum Palestínumönnum. Arndís gaf lítið fyrir þau rök. „Það er ofboðslega lítill fjöldi á bak við öll þessi hlutföll. Það var einhver brandari sem gekk á internetinu um það hversu margar vinkonur Bjarni Benediktsson hefði skipað í sendiherrastöður ef við færum miðað við höfðatölu. Mig minnir að það hafi verið 23 eða 28, sem sýnir fáránleikann í því að vera alltaf að tala um höfðatölu. Fólk kemur hingað því það telur sig geta fengið tækifæri. Breytingarnar sem er verið að gera á kerfinu snúast um það að fæla fólk frá,“ segir Arndís.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira