Erlent

Rúmur helmingur allra mann­virkja í Gasa eyði­lagður

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eyðilegging á Gasasvæðinu er gríðarleg.
Eyðilegging á Gasasvæðinu er gríðarleg. AP/Fatima Shbair

Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári.

BBC greinir frá þessum niðurstöðum rannsóknar á loftmyndum af Gasa. Þvert yfir svæðið hafa íbúðahverfi verið jöfnuð við jörðu og áður vinsælar verslunargötur orðið að haug rústa. Sunnarlega á svæðinu við landamæri Palestínu og Egyptalands hafa svo risið fjölmennar tjaldborgir þar sem hundruðir þúsunda dvelja sem flúið hafa heimili sín undan sprengjuregni Ísraelsmanna.

Jafnfram hefur landbúnaður á Gasasvæðinu orðið fyrir miklum skemmdum.

Ófullnægjandi rökstuðningur

Ísraelski herinn hefur sagt að bæði Hamasliðar og það sem þeir kalla „hryðjuverkainnviði“ séu skotmörk loftárása. Samkvæmt rannsókn BBC hafa á bilinu 144 þúsund og 175 þúsund byggingar orðið fyrir skemmdum eða eyðilagðar og er það á bilinu 50 og 61 prósent allra bygginga.

Ísraelski herinn hefur ítrekað varið loftárásir sínar á svæðinu með því að Hamasliðar feli sig í íbúahverfum. Þó finnst sumum þessi svör ekki vera fullnægjandi, sérstaklega í ljósi þess að mannvirki undir stjórn ísraelska hernsins hafa ítrekað verið sprengd í loft upp.

Israa-háskóli á norðanverðu Gasasvæðinu var til dæmis sprengdur í loft upp með sprengjum sem komið var fyrir inn í aðalbyggingu skólans. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan var byggingin mjög skemmd fyrir og var hún líka langt frá víglínunni. Talsmenn ísraelska hersins segja rannsókn í gangi varðandi málið.

Einnig hafa mörg söguleg og trúarleg mannvirki orðið fyrir sprengjuárásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×