Reikna með heitu vatni í hús á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 12:11 Fjölmargir mættu í Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ í gær til að fjárfesta í hitablásurum og ofnum. Vísir/SigurjónÓ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið. Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld. Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Það var kalt í húsum á Suðurnesjum í nótt enda hefur verið heitavatnslaust á svæðinu síðan í gærkvöldi. „Vatni verður hleypt mjög hægt á til að byrja með til að koma í veg fyrir að lögnin rifni en það má búast við því að hún sé löskuð á einhverjum stöðum,“ segir í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Huga að nágrannanum Miðað við þetta megi búast við því að hiti fari að komast á hús á sunnudag og jafnvel seint á sunnudagskvöldið. „Við ætlum líka að nota þetta tækifæri og hrósa íbúum Suðurnesja fyrir að stilla álagi á kerfin í hóf og hvetjum íbúa til að halda áfram að fara sparlega með rafmagnið og minnum fólk á að huga að nágrannanum og þeim sem eru jafnvel ekki í þeirri stöðu að eiga aðgang að rafmagnshitatækjum.“ Í tilkynningunni segir ljóst að allir séu að gera sitt besta, hvort sem það eru iðnaðarmenn að störfum á hamfarasvæðinu eða íbúar Suðurnesja. Tekur tvo sólarhringa að ná fullum þrýstingi Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum frá HS Orku verði seinkun á því að hægt verði að hleypa heitu vatni á nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sem hraun flæddi yfir í gær. Vinnan við nýju lögnina hafi gengið vel en tafist örlítið sem valdi seinkuninni. Nú sé stemmt að því að hægt verði að hleypa heitu vatni á lögnina á miðnætti í kvöld. Allt að tvo sólarhringa geti tekið til að ná fullum þrýstingi á lögnina og því þurfi fólk að fara sparlega með vatnið áfram eftir að búið er að hleypa heitu vatni aftur á í kvöld.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Vogar Tengdar fréttir Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. 9. febrúar 2024 08:44
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. 8. febrúar 2024 19:10