Arsenal niður­lægði West Ham á úti­velli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bukayo Saka skoraði tvö fyrir Arsenal í dag.
Bukayo Saka skoraði tvö fyrir Arsenal í dag. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Arsenal vann sannkallaðan stórsigur er liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 6-0 og Arsenal því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.

Gestirnir í Arsenal höfðu stjórn á leiknum frá upphafi til enda og fyrsta markið leit dagsins ljós á 32. mínútu þegar William Saliba skallaði fyrirgjöf Declan Rice í netið.

Bukayo Saka tvöfaldaði svo forystu gestanna á 41. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Gabriel bætti þriðja markinu við eftir stoðsendingu frá Declan Rice. Gestirnir voru þó ekki hættir og Leandro Trossard breytti stöðunni í 4-0 á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik var boðið upp á meira af því sama. Arsenal stjórnaði leiknum alfarið og Bukayo Saka skoraði annað mark sitt og fimmta mark liðsins á 63. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar rak Declan Rice síðasta naglann í kistu sinna gömlu félaga með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.

Lokatölur því 6-0 sigur Arsenal sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 52 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum minna en topplið Liverpool. West Ham situr hins vegar í áttunda sæti með 36 stig og liðið er án sigurs í síðustu fimm deildarleikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira