„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Aron Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2024 18:00 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. Sigur í einvíginu hefur mikið að segja um leið liðsins að sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2025. Ísland fær eftir allt saman að spila á heimavelli en allt þarf að smella saman svo leikhæft verði hér undir lok febrúar. Engin draumastaða en þó vel möguleg. Íslenska landsliðið á fyrir höndum einvígi gegn Serbíu í umspili um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok þessa mánaðar og var leikmannahópur liðsins fyrir komandi verkefni opinberaður í dag. Ein stærstu tíðindin varðandi leikmannahópinn eru þau að Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, snýr aftur eftir meiðsli. Serbar aldrei unnið Stelpurnar okkar í keppnisleik Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur haft góðan tíma til þess að greina lið Serbíu og þó svo að Ísland hafi unnið alla sex keppnisleiki þessara liða til þessa er það kýrskýrt í augum Þorsteins Halldórssonar, landsliðsþjálfara að taka þarf andstæðinginn alvarlega. „Þetta er andstæðingur með góða leikmenn í góðum félagsliðum. Bara sterkt lið að mörgu leiti með sterka leikmenn inn á milli. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að mæta tilbúin í þessa leiki. Þurfum að mæta klár í allt. Það er mikil barátta í þessu liði, þær eru líkamlega sterkar og hafa verið að ná í góð úrslit. Ég nefni sem dæmi sterkan sigur þeirra á heimavelli gegn Þjóðverjum í undankeppni HM á síðasta ári. Við þurfum að eiga góða leiki til að slá þær út. Það er alveg ljóst. Varnarlega þurfum við að vera vel vakandi gegn leikmönnum þeirra. Serbía býr að sóknarleikmönnum sem eru virkilega góðir og vel skapandi. Þær vilja vera með boltann og eru sömuleiðis áræðnar. Sömuleiðis þegar að þetta serbneska lið vinnur boltann þá eru þær mjög beinskeyttar í sínum aðgerðum, spila fljótt upp og beita mörgum skyndisóknum. Svo geta þær verið rólegar á boltanum líka, líður vel með hann innan síns liðs og reyna að skapa opnanir hægt og rólega. Við þurfum að vera sterkar varnarlega en einnig vakandi fyrir því að opnanirnar sem við getum nýtt okkur koma þegar að þær tapa boltanum og hægt er að sækja hratt á þær. Það eru algengustu mörkin sem þetta serbneska lið hefur verið að fá á sig.“ Sigur hefur mikið að segja Og það er mikið í húfi í einvíginu sem mun hefjast á útileik í Serbíu þann 23. febrúar. Fjórum dögum síðar mætast liðin svo hér heima á Kópavogsvelli og gildir samanlagður árangur í þessum tveimur leikjum. Undankeppni Evrópumóts næsta árs byggir á árangri í Þjóðadeildinni og með því að halda sæti okkar í A-deild verða möguleikar Íslands á því að tryggja sér beint sæti á EM 2025 betri þar sem að efstu tvö lið hvers riðils A-deildarinnar tryggja sér sæti á mótinu. Liðin í þriðja og fjórða sæti hvers riðils í A-deildinni munu svo taka þátt í tveggja umferða umspili um sæti á EM Með að hámarki tveimur einvígjum við lið úr C deild og svo mögulega B eða C deild. Leiðin yrði torfærari falli Ísland niður í B-deild með tapi í einvíginu gegn Serbíu. Öðruvísi nálgun? Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið heldur inn í tveggja leikja einvígi. Nálgunin á svona einvígi. Er hún önnur heldur en ef aðeins væri um að ræða einn leik? „Já það mætti segja það. Maður fer náttúrulega inn í fyrri leikinn með það hugarfar að maður sé ekki að fara opna allt og taka mikið af sénsum. Ég geri ráð fyrir því að við spilum nokkuð lokaðan leik úti í Serbíu og gefum ekki mörg færi á okkur. Maður lítur svolítið á þetta þannig að Serbarnir muni þurfa að taka einhverja sénsa á sínum heimavelli. Samt sem áður munu þær ábyggilega einnig hugsa þetta þannig að þær vilja vera lifandi í einvíginu þegar komið er inn í seinni leikinn hér á Íslandi. Þetta verður taktískur leikur held ég.“ Hafandi allt þetta í huga. Er þá betra að eiga seinni leikinn í einvíginu hér á heimavelli eða skiptir það engu máli? „Ég veit það ekki. Það getur oft verið betra að eiga seinni leikinn á heimavelli en samt sem áður snýst þetta nú alltaf um úrslit og skiptir því kannski ekkert þannig séð miklu máli hvort seinni leikurinn sé á heimavelli. Það er þó oft talað um það þannig að það sé betra að svo sé. Það er ekki mikil reynsla af því í landsliðunum hjá okkur að spila heima og að heiman í einvígum undanfarin ár. Þetta verður bara allt að koma í ljós hvernig við tæklum þetta.“ Fá að spila á Íslandi Það er þó allavegana klárt að íslenska landsliðið fékk undanþágu til þess að spila heimaleik sinn á Íslandi og það á Kópavogsvelli. Eins og mikið hefur verið rætt og ritað um er ekki til knattspyrnuvöllur hér á landi sem stenst nútímakröfur sambandsins og því verður einnig að vonast til þess að veðurfarslegar aðstæður verði góðar og til friðs þegar Ísland tekur á móti Serbíu í seinni leik einvígisins undir lok febrúar. En er það ekki ótrúlega leiðinlegt limbó í aðdraganda svona stórleiks að vera upp á það kominn að allt gangi upp svo hægt verði að spila hér við góðar aðstæður? „Við skulum vona að það verði ánægjulegt að spila hér heima. Við vitum að Kópavogsvöllur er fínn og sömuleiðis aðstaðan þar en svo þarf bara að koma í ljós hvaða aðstæður okkur verður boðið upp á af aðilum sem við stjórnum ekki.“ En er það ekki leiðinlegt limbó í aðdraganda svona stórleikja að þurfa að vera upp á góðar veðurfarslegar aðstæður kominn til þess að geta spilað leik á leikhæfum velli? „Það er ekki draumastaða. Ég get alveg sagt það. En samt er maður ekkert farinn að hugsa út í það. Einbeiting okkar er á því að fram undan eru tveir fótboltaleikir og við þurfum að takast á við þær aðstæður sem þar koma upp sama hverjar þær verða. Sama gildir um Serbana. Þetta kemur jafnt niður á báðum liðum væntanlega.“ Enduðu síðasta ár á góðu nótunum Íslenska landsliðið endaði síðasta ár á hvelli með tveimur útisigrum í Þjóðadeildinni gegn Wales og svo Danmörku. Frammistaðan, sér í lagi í leiknum við Dani, var frábær og ætla mætti að hún myndi gefa íslenska landsliðinu kraft og sjálfstraust inn í komandi verkefni. „Jú auðvitað vonast maður til þess. Sigrar næra mann alltaf og hjálpa til með sjálfstraust og allt það. Það er það sem maður vonast til að þeir gefi okkur. Gefi okkur áfram möguleika á því að þróa okkur, verða betri og betri. Heilt yfir fannst mér nú frammistaðan í Þjóðadeildinni vera góð. Það var stígandi í okkar leik og heilt yfir vorum við að spila gott mót. Við náum besta árangri liða í þriðja sæti í riðlakeppninni. Þetta er alveg ágætis frammistaða og við getum aðallega verið stolt af okkar framgöngu á útivelli í Wales og svo í Danmörku. Við síðustu tvo leikina vel og vonandi tökum við það sem við gerðum vel í því verkefni inn í þetta verkefni. Auðvitað líður langur tími á milli leikja en maður vonast til að þetta gefi okkur mikið.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Sigur í einvíginu hefur mikið að segja um leið liðsins að sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2025. Ísland fær eftir allt saman að spila á heimavelli en allt þarf að smella saman svo leikhæft verði hér undir lok febrúar. Engin draumastaða en þó vel möguleg. Íslenska landsliðið á fyrir höndum einvígi gegn Serbíu í umspili um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok þessa mánaðar og var leikmannahópur liðsins fyrir komandi verkefni opinberaður í dag. Ein stærstu tíðindin varðandi leikmannahópinn eru þau að Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, snýr aftur eftir meiðsli. Serbar aldrei unnið Stelpurnar okkar í keppnisleik Þjálfarateymi íslenska landsliðsins hefur haft góðan tíma til þess að greina lið Serbíu og þó svo að Ísland hafi unnið alla sex keppnisleiki þessara liða til þessa er það kýrskýrt í augum Þorsteins Halldórssonar, landsliðsþjálfara að taka þarf andstæðinginn alvarlega. „Þetta er andstæðingur með góða leikmenn í góðum félagsliðum. Bara sterkt lið að mörgu leiti með sterka leikmenn inn á milli. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að mæta tilbúin í þessa leiki. Þurfum að mæta klár í allt. Það er mikil barátta í þessu liði, þær eru líkamlega sterkar og hafa verið að ná í góð úrslit. Ég nefni sem dæmi sterkan sigur þeirra á heimavelli gegn Þjóðverjum í undankeppni HM á síðasta ári. Við þurfum að eiga góða leiki til að slá þær út. Það er alveg ljóst. Varnarlega þurfum við að vera vel vakandi gegn leikmönnum þeirra. Serbía býr að sóknarleikmönnum sem eru virkilega góðir og vel skapandi. Þær vilja vera með boltann og eru sömuleiðis áræðnar. Sömuleiðis þegar að þetta serbneska lið vinnur boltann þá eru þær mjög beinskeyttar í sínum aðgerðum, spila fljótt upp og beita mörgum skyndisóknum. Svo geta þær verið rólegar á boltanum líka, líður vel með hann innan síns liðs og reyna að skapa opnanir hægt og rólega. Við þurfum að vera sterkar varnarlega en einnig vakandi fyrir því að opnanirnar sem við getum nýtt okkur koma þegar að þær tapa boltanum og hægt er að sækja hratt á þær. Það eru algengustu mörkin sem þetta serbneska lið hefur verið að fá á sig.“ Sigur hefur mikið að segja Og það er mikið í húfi í einvíginu sem mun hefjast á útileik í Serbíu þann 23. febrúar. Fjórum dögum síðar mætast liðin svo hér heima á Kópavogsvelli og gildir samanlagður árangur í þessum tveimur leikjum. Undankeppni Evrópumóts næsta árs byggir á árangri í Þjóðadeildinni og með því að halda sæti okkar í A-deild verða möguleikar Íslands á því að tryggja sér beint sæti á EM 2025 betri þar sem að efstu tvö lið hvers riðils A-deildarinnar tryggja sér sæti á mótinu. Liðin í þriðja og fjórða sæti hvers riðils í A-deildinni munu svo taka þátt í tveggja umferða umspili um sæti á EM Með að hámarki tveimur einvígjum við lið úr C deild og svo mögulega B eða C deild. Leiðin yrði torfærari falli Ísland niður í B-deild með tapi í einvíginu gegn Serbíu. Öðruvísi nálgun? Það er nú ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið heldur inn í tveggja leikja einvígi. Nálgunin á svona einvígi. Er hún önnur heldur en ef aðeins væri um að ræða einn leik? „Já það mætti segja það. Maður fer náttúrulega inn í fyrri leikinn með það hugarfar að maður sé ekki að fara opna allt og taka mikið af sénsum. Ég geri ráð fyrir því að við spilum nokkuð lokaðan leik úti í Serbíu og gefum ekki mörg færi á okkur. Maður lítur svolítið á þetta þannig að Serbarnir muni þurfa að taka einhverja sénsa á sínum heimavelli. Samt sem áður munu þær ábyggilega einnig hugsa þetta þannig að þær vilja vera lifandi í einvíginu þegar komið er inn í seinni leikinn hér á Íslandi. Þetta verður taktískur leikur held ég.“ Hafandi allt þetta í huga. Er þá betra að eiga seinni leikinn í einvíginu hér á heimavelli eða skiptir það engu máli? „Ég veit það ekki. Það getur oft verið betra að eiga seinni leikinn á heimavelli en samt sem áður snýst þetta nú alltaf um úrslit og skiptir því kannski ekkert þannig séð miklu máli hvort seinni leikurinn sé á heimavelli. Það er þó oft talað um það þannig að það sé betra að svo sé. Það er ekki mikil reynsla af því í landsliðunum hjá okkur að spila heima og að heiman í einvígum undanfarin ár. Þetta verður bara allt að koma í ljós hvernig við tæklum þetta.“ Fá að spila á Íslandi Það er þó allavegana klárt að íslenska landsliðið fékk undanþágu til þess að spila heimaleik sinn á Íslandi og það á Kópavogsvelli. Eins og mikið hefur verið rætt og ritað um er ekki til knattspyrnuvöllur hér á landi sem stenst nútímakröfur sambandsins og því verður einnig að vonast til þess að veðurfarslegar aðstæður verði góðar og til friðs þegar Ísland tekur á móti Serbíu í seinni leik einvígisins undir lok febrúar. En er það ekki ótrúlega leiðinlegt limbó í aðdraganda svona stórleiks að vera upp á það kominn að allt gangi upp svo hægt verði að spila hér við góðar aðstæður? „Við skulum vona að það verði ánægjulegt að spila hér heima. Við vitum að Kópavogsvöllur er fínn og sömuleiðis aðstaðan þar en svo þarf bara að koma í ljós hvaða aðstæður okkur verður boðið upp á af aðilum sem við stjórnum ekki.“ En er það ekki leiðinlegt limbó í aðdraganda svona stórleikja að þurfa að vera upp á góðar veðurfarslegar aðstæður kominn til þess að geta spilað leik á leikhæfum velli? „Það er ekki draumastaða. Ég get alveg sagt það. En samt er maður ekkert farinn að hugsa út í það. Einbeiting okkar er á því að fram undan eru tveir fótboltaleikir og við þurfum að takast á við þær aðstæður sem þar koma upp sama hverjar þær verða. Sama gildir um Serbana. Þetta kemur jafnt niður á báðum liðum væntanlega.“ Enduðu síðasta ár á góðu nótunum Íslenska landsliðið endaði síðasta ár á hvelli með tveimur útisigrum í Þjóðadeildinni gegn Wales og svo Danmörku. Frammistaðan, sér í lagi í leiknum við Dani, var frábær og ætla mætti að hún myndi gefa íslenska landsliðinu kraft og sjálfstraust inn í komandi verkefni. „Jú auðvitað vonast maður til þess. Sigrar næra mann alltaf og hjálpa til með sjálfstraust og allt það. Það er það sem maður vonast til að þeir gefi okkur. Gefi okkur áfram möguleika á því að þróa okkur, verða betri og betri. Heilt yfir fannst mér nú frammistaðan í Þjóðadeildinni vera góð. Það var stígandi í okkar leik og heilt yfir vorum við að spila gott mót. Við náum besta árangri liða í þriðja sæti í riðlakeppninni. Þetta er alveg ágætis frammistaða og við getum aðallega verið stolt af okkar framgöngu á útivelli í Wales og svo í Danmörku. Við síðustu tvo leikina vel og vonandi tökum við það sem við gerðum vel í því verkefni inn í þetta verkefni. Auðvitað líður langur tími á milli leikja en maður vonast til að þetta gefi okkur mikið.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira