Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 08:00 Arnar Gunnlaugsson sést hér í símanum á meðan leikur Vals og Víkings fer fram en Arnar var í leikbanni í leiknum. Valsmenn kærðu afskipti Arnars eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér. Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér.
Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti