Heimsmeistarinn hissa en samt ekki eftir afar óvænt fall úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 10:30 Ruta Meilutyte var vonsvikin eftir frammistöðu sína í 100 metra bringusundinu í dag. Getty/Quinn Rooney Óvænt tíðindi urðu á heimsmeistaramótinu í sundi í morgun þegar litháenska sunddrottningin Ruta Meilutyte féll úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds, en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn. Sund Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn.
Sund Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira