Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Gera hefur þurft hlé á Íslandsmótinu í fótbolta vegna þátttöku Íslands á stórmótum en skiptar skoðanir eru á því hvort að festa eigi sumarfrí í sessi. vísir/Hulda Margrét Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda. KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda.
KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16