Íbúar verði að vera heima þegar vatnið kemur aftur á Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 13:27 Arinbjörn segir nauðsynlegt fyrir fólk að vera heima. Vísir/Einar Arinbjörn Snorrason, fulltrúi almannavarna, segir mikilvægt að Suðurnesjamenn séu heima hjá sér og fylgist með þegar verið er að hleypa heitu vatni aftur inn á kerfin eftir viðgerð á Njarðvíkurlögn. Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hann segir að viðbragðsaðilar vinni verkefnin eftir beiðnum frá HS Veitum. Viðbragðsaðilar flokki verkefnin eftir forgangi og þeim sé svo útdeilt. „Þeir fara svo til húseigenda og koma vatni á. Bjarga málunum. Það geta komið upp ýmsir lekar þegar vatnið fer að renna á kerfið,“ segir Arinbjörn en hann ræddi við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, rétt fyrir klukkan 13 í dag. Arinbjörn segir mikilvægt að hugsa sérstaklega að til dæmis snjóbræðslukerfum utandyra, gróðurhúsum og heitum pottum. Það sé aftengt ef það er að trufla húshitun og húseigenda gert að finna út úr því seinna. „Við komum vatni að mæli og komi síðan í ljós að það er eitthvað sem truflar það að hús hitni þá gerum við ráðstafanir og leiðbeinum húseigenda,“ segir Arinbjörn. Ýmislegt geti komið upp Hann segir að nauðsynlegt sé fyrir fólk að vera heima þegar vatnið kemur aftur á kerfið. Það geti ýmislegt komið upp þegar heitt vatn renni aftur um kaldar lagnir. „Það eru gamlir ofnar sem geta sprungið og það er svo margt sem getur komið upp á. Það er mjög mikilvægt að fólk sé heima til að fylgjast með,“ segir Arinbjörn og að áríðandi sé að hleypa vatni rólega að og kynda rólega. „Leyfa þessu að koma inn í rólegheitunum. Þú byrjar á því að blæða aðeins um neysluvatnslagnirnar. Leyfa þessu að renna rólega. Ekki opna krana á fullu. Það munu stíflast inntök, grófsíur í inntökunum, og það er eðlilegt í þessu verkefni. Fólk verður að sýna þessu má þolinmæði,“ segir Arinbjörn að lokum og að best sé að leita til HS Veitna lendi fólk í vandræðum. Þá ræddi Berghildur Erla við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar í dag og fylgdist með honum opna fyrir heita vatnið. Hann lýsti helginni og stöðu mála á Suðurnesjum.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03