Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 14:52 ísidór Nathansson er var með nasistafána uppi á vegg þar sem hann prentaði parta í skotvopn. vísir/vilhelm Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira