Sagður kalla Netanjahú drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 16:16 Joe Biden og Benjamín Netanjahú hafa þekkst um langt skeið. Biden er sgaður orðinn pirraður á forsætisráðherranum. AP/Miriam Alster Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40