Fólk búið undir alls konar vendingar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 17:43 Unnið við hina nýju hitaveitulögn. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. „Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira