Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 18:52 Framkvæmdir við nýtt hraun á Reykjanesskaga. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. „Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent