Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 09:06 Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 200 þúsund skotfæri á ári. AP/Philipp Schulze Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00