Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 13:34 Mitch McConnell, Vólódímír Selenskí og Chuck Schumer í þinghúsi Bandaríkjanna í desember. AP/J. Scott Applewhite Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. Þrátt fyrir það greiddu 22 þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með frumvarpinu, ásamt nærri því öllum þingmönnum Demókrataflokksins. Atkvæðagreiðslan fór 70-29 en framtíð frumvarpsins í fulltrúadeildinni er ekki björt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur svo gott sem sagt að frumvarpið verði ekki samþykkt þar. Í yfirlýsingu sem hann birti í gær, gagnrýndi hann frumvarpið á þeim grundvelli að það inniheldur ekki auknar fjárveitingar til öryggisgæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og leiðir til að sporna gegn fjölgun ólöglegra innflytjenda. My statement on Senate s failure to address the most critical aspect of national security supplemental legislation: pic.twitter.com/ENjJ0WzKsK— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 13, 2024 Slíkt frumvarp var opinberað fyrr í mánuðinum, eftir margra mánaða viðræður Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni. Það frumvarp hefði falið í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og hefðu Repúblikanar náð fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Frumvarpið snerist einnig um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísraelum og Taívan en Repúblikanar höfðu notað það sem vogarafl í viðræðum við Demókrata til að ná fram baráttumálum sínum á landamærunum og draga úr fjölda farand- og flóttafólks. Ástæðan fyrir því að Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu er að Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, vill nota „krísuna“ á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden, fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Repúblikanar í öldungadeildinni sögðu frumvarpið vera einstakt tækifæri fyrir þá, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Þeir komu þó sjálfir í veg fyrir framgöngu eigins frumvarps vegna andstöðu Trumps. Eins og áður segir héldu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins þingi starfandi í gegnum nóttina með málþófi. Kölluðu þeir eftir því að Bandaríkjamenn ættu að einbeita sér að sínum eigin vandamálum í stað þess að senda fjármagn úr landi. Thom Tillis, annar þingmaður Repúblikanaflokksins, gagnrýndi flokksmeðlimi sína í pontu í nótt. Hann sagði að hernaðaraðstoðin handa Úkraínumönnum myndi duga þeim í minna en ár og að mest öllum peningnum yrði varið í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum. Hann sagðist ekki vilja vera á þeim blaðsíðum sögubóka framtíðarinnar þar sem fjallað verður um ákvarðanir sem Bandaríkjamenn muni sjá eftir. Varaði hann við því að bandalag bakhjarla Úkraínumanna gæti hrunið og til lengri tíma yrðu ráðamenn í Kína staðráðnari í að gera innrás í Taívan. „Ég ætla ekki að vera á þeirri blaðsíðu sögunnar.“ Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeildinni eru einnig andvígir frumvarpinu á þeim grundvelli að það felur í sér hergagnasendingar til Ísrael. „Ég get ekki með góðri samvisku stutt það að senda milljarða af almannafé vegna hernaðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, á Gasaströndinni,“ sagði Peter Welch í morgun samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þessi hernaður hefur banað og sært sláandi fjölda borgara og skapað stærðarinnar mannúðarkrísu.“ Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, hafði orð á því eftir atkvæðagreiðsluna í dag að margir Repúblikanar hefðu greitt atkvæði með frumvarpinu og sagði að ef Johnson leyfði atkvæðagreiðslu um það í fulltrúadeildinni, myndi það njóta sambærilegs stuðnings innan beggja flokka þar. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um atkvæðagreiðsluna á samfélagsmiðlum og sagði þakkaði Schumer og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, fyrir stuðninginn. I am grateful to @SenSchumer, @LeaderMcConnell, and every US Senator who has supported continued assistance to Ukraine as we fight for freedom, democracy, and the values we all hold dear.For us in Ukraine, continued US assistance helps to save human lives from Russian terror. — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) February 13, 2024 Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínumönnum gríðarlega mikilvæg. Frá því hún hætti í desember hefur úkraínska hermenn skort skotfæri fyrir stórskotalið og sömuleiðis flugskeyti í loftvarnarkerfi landsins. Hergagnaframleiðsla bakhjarla Úkraínu í Evrópu annar ekki eftirspurn og vopnabúr þar farin að tæmast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. 13. febrúar 2024 06:44 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Þrátt fyrir það greiddu 22 þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með frumvarpinu, ásamt nærri því öllum þingmönnum Demókrataflokksins. Atkvæðagreiðslan fór 70-29 en framtíð frumvarpsins í fulltrúadeildinni er ekki björt. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur svo gott sem sagt að frumvarpið verði ekki samþykkt þar. Í yfirlýsingu sem hann birti í gær, gagnrýndi hann frumvarpið á þeim grundvelli að það inniheldur ekki auknar fjárveitingar til öryggisgæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og leiðir til að sporna gegn fjölgun ólöglegra innflytjenda. My statement on Senate s failure to address the most critical aspect of national security supplemental legislation: pic.twitter.com/ENjJ0WzKsK— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 13, 2024 Slíkt frumvarp var opinberað fyrr í mánuðinum, eftir margra mánaða viðræður Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni. Það frumvarp hefði falið í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og hefðu Repúblikanar náð fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Frumvarpið snerist einnig um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum, Ísraelum og Taívan en Repúblikanar höfðu notað það sem vogarafl í viðræðum við Demókrata til að ná fram baráttumálum sínum á landamærunum og draga úr fjölda farand- og flóttafólks. Ástæðan fyrir því að Repúblikanar snerust gegn frumvarpinu er að Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, vill nota „krísuna“ á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden, fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Repúblikanar í öldungadeildinni sögðu frumvarpið vera einstakt tækifæri fyrir þá, þar sem þeir myndu líklega aldrei aftur hafa sambærilegt vogarafl í viðræðum við Demókrata, jafnvel þó þeir stjórnuðu báðum deildum þings og Hvíta húsinu. Þeir komu þó sjálfir í veg fyrir framgöngu eigins frumvarps vegna andstöðu Trumps. Eins og áður segir héldu nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins þingi starfandi í gegnum nóttina með málþófi. Kölluðu þeir eftir því að Bandaríkjamenn ættu að einbeita sér að sínum eigin vandamálum í stað þess að senda fjármagn úr landi. Thom Tillis, annar þingmaður Repúblikanaflokksins, gagnrýndi flokksmeðlimi sína í pontu í nótt. Hann sagði að hernaðaraðstoðin handa Úkraínumönnum myndi duga þeim í minna en ár og að mest öllum peningnum yrði varið í vopnaframleiðslu í Bandaríkjunum. Hann sagðist ekki vilja vera á þeim blaðsíðum sögubóka framtíðarinnar þar sem fjallað verður um ákvarðanir sem Bandaríkjamenn muni sjá eftir. Varaði hann við því að bandalag bakhjarla Úkraínumanna gæti hrunið og til lengri tíma yrðu ráðamenn í Kína staðráðnari í að gera innrás í Taívan. „Ég ætla ekki að vera á þeirri blaðsíðu sögunnar.“ Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins í öldungadeildinni eru einnig andvígir frumvarpinu á þeim grundvelli að það felur í sér hergagnasendingar til Ísrael. „Ég get ekki með góðri samvisku stutt það að senda milljarða af almannafé vegna hernaðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, á Gasaströndinni,“ sagði Peter Welch í morgun samkvæmt AP fréttaveitunni. „Þessi hernaður hefur banað og sært sláandi fjölda borgara og skapað stærðarinnar mannúðarkrísu.“ Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, hafði orð á því eftir atkvæðagreiðsluna í dag að margir Repúblikanar hefðu greitt atkvæði með frumvarpinu og sagði að ef Johnson leyfði atkvæðagreiðslu um það í fulltrúadeildinni, myndi það njóta sambærilegs stuðnings innan beggja flokka þar. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um atkvæðagreiðsluna á samfélagsmiðlum og sagði þakkaði Schumer og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni, fyrir stuðninginn. I am grateful to @SenSchumer, @LeaderMcConnell, and every US Senator who has supported continued assistance to Ukraine as we fight for freedom, democracy, and the values we all hold dear.For us in Ukraine, continued US assistance helps to save human lives from Russian terror. — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) February 13, 2024 Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínumönnum gríðarlega mikilvæg. Frá því hún hætti í desember hefur úkraínska hermenn skort skotfæri fyrir stórskotalið og sömuleiðis flugskeyti í loftvarnarkerfi landsins. Hergagnaframleiðsla bakhjarla Úkraínu í Evrópu annar ekki eftirspurn og vopnabúr þar farin að tæmast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. 13. febrúar 2024 06:44 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55
Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06
„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. 13. febrúar 2024 06:44
Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16
Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44
Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni. 7. febrúar 2024 11:49