Forsetahjónin fagna sprengidegi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 13:45 Saltkjöt og baunir, túkall! Eliza Reid Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. „Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
„Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12