Bakari hengdur fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 16:50 Bæjarstjórarnir Ásthildur og Íris eru reiðar út í Sigmar Aron sem þó hefur ekkert gert. Óbyggðanefnd er bara umsagnaraðili. vísir/samsett Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey. Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron. Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron.
Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira