Fólki er ráðlagt að svara þessum númerum ekki, þar sem um svikasímtöl er að ræða.
„Tilgangurinn með símtölunum er að komast yfir fjármuni þess sem hringt er í.
Hvetjum við fólk almennt til að svara ekki símtölum frá erlendum númerum sem fólk kannast ekki við. Þá bendum við einnig á að hringja ekki til baka sé ósvarað símtal frá númerum sem þessum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Þar segir að sé svarað kynni sig aðili sem segist vera frá fjárfestingafélagi sem nýlega hóf störf á Íslandi. Biður hann fólk um að skrá sig inn á heimasíðu sem gefin er upp. Í framhaldinu virðist sem fólk fái beiðnir í farsíma sína með lykilorðum, sem alls ekki skal gefa upp.
„Ef fólk telur sig hafa orðið fyrir svikum vegna þessa og telur sig hafa tapað fjármunum er því bent á að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka og fá þar ráðgjöf og í framhaldinu tilkynna málið til lögreglu.“