Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2024 19:06 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“ Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu í dag um svo kallaða bókun 35 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra sagði ýmsa hafa misskilið málið þegar þáverandi utanríkisráðherra lagði fram frumvarp fyrir ári um nýja lögskýringarreglu vegna bókunarinnar, sem hefði verið í gildi í 30 ár. En í megindráttum gekk frumvarpið út á að gerðir Evrópusambandsins sem Alþingi hefur samþykkt, skuli ráða rekist þær á við íslensk lög. “Og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algert grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt og í frumvarpinu sem hér lá fyrir var reyndar alltaf talað um gerðir sem hefðu réttilega verið innleiddar í íslenskan rétt,“ sagði Bjarni. Skýrslan sé sérstakt útspil Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa lýst mikilli andstöðu við frumvarp þáverandi utanríkisráðherra. Segja það framselja hluta af fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. „Að okkar mati liggur fyrir, og við erum ekki einir um það, fyrrverandi dómarar, meira að segja hæstaréttardómari, hafa bent á að þetta standist ekki stjórnarskrá, að Alþingi hafi ekki heimild til að gefa eftir fullveldi með þessum hætti. Fleiri sérfræðingar hafa bent á hið sama,“ sagði Sigmundur Davíð þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá sagði hann að skýrslan væri sérstakt „útspil“. „Hér er fyrst og fremst verið að reyna að tína saman einhver rök, mjög einhliða rök, fyrir því að boða komu þessa frumvarps. En það er ekkert gert með allt hitt. Það er ekkert fjallað um, til að mynda, varnir Íslands í málinu. Því að síðasta ríkisstjórn, skipuð sömu flokkum, hélt uppi vörnum gegn Evrópusambandinu, ítrekað og mjög vel að mér skilst. Nú birtir hún skjal sem talar máli Evrópusambandsins,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Alvarleikinn komi í ljós eftir afgreiðslu Bjarni sagði að þetta hefði í raun og veru verið í gildi í praxís frá því að gerðin var gerð fyrir 30 árum síðan. Er fólkið í stjórnarflokkunum þá annað hvort svona illa upplýst eða illa innrætt að það vilji framselja fullveldið til Brussel? „Ég ætla nú ekki að saka þau um að vera illa innrætt, alls ekki. En maður heyrir þennan gamla frasa sem maður hefur heyrt svo mörgum sinnum áður: „Þetta er nú bara misskilningur hjá ykkur hinum. Þetta verður allt í lagi. Þetta skiptir engu máli.“ En svo þegar búið er að afgreiða þessa hluti kemur í ljós að þeir skipta máli.“ Ríkisstjórnin hafi áður haldið uppi öflugum vörnum, en tali nú máli ESB. Hún sé búin að skipta um lið. Miðflokksmenn muni berjast með kjafti og klóm gegn nýju frumvarpi um málið. „Það geturðu bókað.“
Utanríkismál Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira