Enski boltinn

Salah byrjaður að æfa á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah á æfingu með Liverpool í gær.
Mohamed Salah á æfingu með Liverpool í gær. Getty/Andrew Powell

Liverpool stuðningsmenn geta glaðst yfir góðum fréttum úr herbúðum liðsins því Mohamed Salah er byrjaður að æfa á ný.

Salah meiddist í leik með Egyptalandi í Afríkukeppninni í síðasta mánuði. Hann tognaði þá aftan í læri sem var mikið áfall fyrir egypska landsliðið sem fór ekki langt í keppninni án hans.

Salah fór heim til Liverpool til að fá sem bestu meðhöndlun og hún virðist hafa gengið vel.

Það að hann sé byrjaður að æfa þýðir að það styttist óðum í endurkomu hans inn á völlinn.

Þessi 31 árs gamli framherji hefur verið frábær á tímabilinu og er þegar kominn með fjórtán deildarmörk og átta stoðsendingar að auki.

Næsti leikur Liverpool er á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×