Enski boltinn

Haaland missti ömmu sína um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Haaland var ekki á skotskónum í leiknum á Parken í Kaupmannahöfn í gær.
Erling Braut Haaland var ekki á skotskónum í leiknum á Parken í Kaupmannahöfn í gær. AP/Liselotte Sabroe

Erling Braut Haaland fékk slæmar fréttir um síðustu helgi eftir að hann hafði skorað bæði mörk Manchester City á Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Amma norska framherjans lést þá á dvalarheimilinu Sivdaheimen í Bryne í Noregi.

Fjölskyldan sendi frá sér tilkynningu í staðarblöðin Jærbladet og Stavanger Aftenblad í morgun um að Tone Rasdal hefði látist laugardaginn 10. febrúar.

Tone var áttræð og móðir föðurs Erlings, Alf-Inge Haaland. Útför hennar mun fara fram í Time kirkjunni i Bryne í næstu viku.

Tone starfaði lengi sem kennari og var líka skólastýra í skólum á Bryne svæðinu. Hún var upprunalega frá Bergen en komst inn í kennaraháskóla í Stavanger. Astor Haaland var líka nemi þar.

Þau bjuggu fyrst í Bergen en fluttu síðan til Bryne. Þau eignuðust fjögur börn saman og þar á meðal var hinn 51 árs gamli Alf-Inge Haaland.

Erling spilaði með Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi en komst ekki á blað í 3-1 sigri á FC Kaupmannahöfn. Hann var þó nálægt því að skora geggjað mark þegar hann reyndi að taka boltann viðstöðulaust úr mikilli hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×