Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2024 17:52 Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs í Grindavík. Vísir/Arnar Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira