Starfsmenn Ægis í Grindavík teknir af launaskrá: Vilja svör um framhaldið Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2024 17:52 Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs í Grindavík. Vísir/Arnar Starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hafa verið teknir af launaskrá og settir á úrræði ríkisins. Um er að ræða álíka úrræði og Vísir í Grindavík er að beita. Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Guðmundur Pétur Davíðsson, stjórnarformaður Ægis segir að um sé að ræða 22 starfsmenn, en þar af búi einungis sex í Grindavík. „Það er ekki verið að segja fólkinu upp, en maður getur lítil svör gefið til fólksins um hvað gerist næst,“ segir Guðmundur. Hann segist bíða svara um hvað verði gert, hvort að Grindavík verði áfram starfrækt sem iðnaðarsvæði. Fyrirtæki í Grindavík sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem því var haldið fram að fyrirtækin væru komin að þolmörkum og að mikilvægt væri að bæinn fyrir aukinni starfsemi. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru 3500 manns sem búa í Grindavík, og það hefur verið mikil áhersla á að koma þeim í skjól og finna lausn á íbúðamálum þeirra. En á móti kemur að það eru líka 144 fyrirtæki í Grindavík í rekstri, og það hefur verið minna um upplýsingar til þeirra og aðgengi. Og mér hefur persónulega fundist ábótavant hvernig aðgenginu hefur verið stýrt,“ segir Guðmundur, sem tók þó fram að endalaust megi gagnrýna, en aðalatrið sé hvernig tekið verði á málum í framtíðinni. „Það er alveg ljóst að þeir sem eru mínir meðeigendur, erlendir fjárfestar, þeir vilja flytja frá Grindavík þar sem óvissan er mikil. Þeir skilja kannski ekki eldgos og jarðskjálfta,“ segir Guðmundur sem útskýrir að hann hafi sjálfur talað fyrir samfélagslegri ábyrgð. „Auðvitað er framtíðin óviss, en það er hægt að ganga frá þessu þannig að fyrirtæki getið farið inn með sínar öryggisráðstafanir og unnið á svæðinu.“ segir hann og kallar eftir niðurstöðu í málinu. „Það vantar bara niðurstöðu. Það er ekki verið að fylgja henni eftir, en við heyrum lítið. Það er ekki hægt að ná í nokkurn mann, og það er engin með frumkvæði fyrir fyrirtækin nema þau sjálf.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Atvinnurekendur Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira