Reiðilesturinn um samlokuna kom Wilder í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 13:00 Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, getur ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Catherine Ivill Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sína um dómara eftir 3-2 tapleik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024 Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira