Enski boltinn

Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað

Sindri Sverrisson skrifar
Roy Hogdson er með Palace í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.
Roy Hogdson er með Palace í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá fallsæti. Getty/Vince Mignott

Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace.

Frá þessu greinir meðal annars hinn virti blaðamaður Fabrizio Romano sem segir að forráðamenn Palace hafi rætt við Þjóðverjann Oliver Glasner um að taka við sem stjóri félagsins. Þeir muni funda áfram í dag.

Romano segir viðræður í gangi við Hodgson um að stíga strax frá borði náist samningar við Glasner. Samningur Hodgson átti að renna út í sumar.

Glasner, sem er 49 ára Austurríkismaður, er þekktastur fyrir að hafa stýrt Frankfurt til sigurs í Evrópudeildinni árið 2022. Liðið vann silfur í þýsku bikarkeppninni á síðustu leiktíð en Glasner ákvað að yfirgefa Frankfurt eftir hana.

Hann stýrði einnig Wolfsburg í tvö ár og var áður með LASK og Ried í Austurríki.

The Guardian segir að þolinmæði nokkurra stjórnarmanna Palace hafi verið á þrotum eftir 3-1 tapið gegn Chelsea á mánudaginn. Palace er komið í fallbaráttu eftir aðeins fjóra sigra í síðustu átján deildarleikjum.

Blaðið segir að Steve Parish, formaður og einn af eigendum Palace, hafi loks viðurkennt að þörf væri á breytingum. Palace hafi reynt að fá Kieran McKenna, stjóra Ipswich, en ekki tekist það og því beint sjónum sínum að Glasner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×