Natasha kölluð inn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 10:30 Natasha Anasi hefur skorað eitt mark í fimm landsleikjum, í sigri gegn Tékkum á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Ronald Martinez/Getty Images Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira