Umfjöllun: Breiðablik - Þór Þ. 82-105 | Þægilegur göngutúr í garðinum hjá Þórsurum í Smáranum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. febrúar 2024 20:52 VÍSIR/BÁRA Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 105-82 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Kópavogi í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn náðu góðum kafla um miðjan fyrsta leikhluta eftir jafnar upphafsmínútur en eftir það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Í upphafi annars leikhluta náði Þór 20 stiga forystu og munurinn var þar í kring það sem eftir lifði leiksins. Niðurstaðan þægilegur 23 stiga sigur Þórs. Þór Þorlákshöfn er með 12 sigra eftir 18 leiki en liðið er í öðru til fjórða sæti deildarinnar ásamt Grindavík og Njarðvík en framangreind lið munu heyja harða baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni við Keflavík sem er með 11 sigra og Álftanes sem hefur landað 10 sigrum. Mikael Máni Hrafnsson er hægri hönd Ívars Ásgrímssonar. Vísir/Anton Brink Mikael Máni: Slakur varnarleikur varð okkur að falli „Við mættum mjög flatir til leiks og grófum okkur of stóra holu strax í upphafi leiks. Það var slakur varnarleikur sem varð okkur að falli að þessu sinni. Varnarleikurinn var langt frá því að vera nógu góður og það er erfitt að ná í sigur þegar þú færð á þig 105 stig,“ sagði Mikael Máni Hrafnsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Sóknarleikurinn var hins vegar fínn og við getum tekið það með okkur í komandi leiki. Við eigum sex leiki eftir og markmiðið er að ná í tvo sigra þar. Við erum á ákveðinni vegferð þar sem við erum að gefa ungum og efnilegum Blikum tækifæri í efstu deild og við munum græða á því á næstu tímabilum,“ sagði hannn enn fremur. Lárus Jónsson: Leikplanið gekk upp að þessu sinni „Við lögðum grunninn að þessum sigri með góðum spretti um miðbik fyrsta leikhluta. Eftir það var jafnræði með liðunum og Blikar náðu að halda okkur í skefjum. Ég var þokkalega sáttur við hvernig okkur tókst til að halda tempóinu í spilinu okkar og kátur með stigin tvö,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Við sáum það í síðasta leik Blika í Síkinu gegn Tindastóli að þeir geta vel sett niður skot fyrir utan þriggja stiga línuna og leikplanið okkar var að sjá til þess að þeir mynda ekki hitna þar. Það gekk upp að þessu sinni og sóknarleikurinn var heilt yfir fínn. Nú bara æfum við vel í hléinu og komum af fullum krafti inn í síðustu fjóra leiki deildarkeppninnar og sjáum hvar við endum,“ sagði Lárus um framhaldið. Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákhöfn? Þórsarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og Lárus Jónsson gat dreift álaginu vel á milli leikmanna liðsins. Þða voru einfaldlega meiri gæði í öllu því sem Þórsarar tóku sér fyrir hendur í þessum leik og stigin tvö fara yfir Hellisheiðina. Hverjir sköruðu fram úr? Nigel Pruitt og Tómas Valur Þrastarson voru fremstir á meðal jafningja hjá Þór á meðan Keith Jordan og Árni Elmar Hrafnsson drógu vagninn í sóknarleik Breiðabliks. Hvað gekk illa? Blikar náðu aldrei upp neinni stemmingu og krafti í sína spilamennsku í þessum leik og heimamenn lágust bara marflatir fyrir Þórsurum. Það var ekki að sjá í þessari viðureign að leikmenn Breiðabliks ætli að berjast með kjafti og klóm fyrir því að forðast fall úr deild þeirra bestu. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en eftir það fer Breiðablik í Hveragerði og etur þar kappi við Hamar í botnbaráttuslag fimmtudaginn 7. mars. Sama kvöld fær Þór svo Njarðvík í heimsókn í Þorlákshöfn en liðin sitja í fjórða til fimmta sæti deildarinnar og eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann afar sannfærandi 105-82 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Kópavogi í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir úr Þorlákshöfn náðu góðum kafla um miðjan fyrsta leikhluta eftir jafnar upphafsmínútur en eftir það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Í upphafi annars leikhluta náði Þór 20 stiga forystu og munurinn var þar í kring það sem eftir lifði leiksins. Niðurstaðan þægilegur 23 stiga sigur Þórs. Þór Þorlákshöfn er með 12 sigra eftir 18 leiki en liðið er í öðru til fjórða sæti deildarinnar ásamt Grindavík og Njarðvík en framangreind lið munu heyja harða baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni við Keflavík sem er með 11 sigra og Álftanes sem hefur landað 10 sigrum. Mikael Máni Hrafnsson er hægri hönd Ívars Ásgrímssonar. Vísir/Anton Brink Mikael Máni: Slakur varnarleikur varð okkur að falli „Við mættum mjög flatir til leiks og grófum okkur of stóra holu strax í upphafi leiks. Það var slakur varnarleikur sem varð okkur að falli að þessu sinni. Varnarleikurinn var langt frá því að vera nógu góður og það er erfitt að ná í sigur þegar þú færð á þig 105 stig,“ sagði Mikael Máni Hrafnsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Sóknarleikurinn var hins vegar fínn og við getum tekið það með okkur í komandi leiki. Við eigum sex leiki eftir og markmiðið er að ná í tvo sigra þar. Við erum á ákveðinni vegferð þar sem við erum að gefa ungum og efnilegum Blikum tækifæri í efstu deild og við munum græða á því á næstu tímabilum,“ sagði hannn enn fremur. Lárus Jónsson: Leikplanið gekk upp að þessu sinni „Við lögðum grunninn að þessum sigri með góðum spretti um miðbik fyrsta leikhluta. Eftir það var jafnræði með liðunum og Blikar náðu að halda okkur í skefjum. Ég var þokkalega sáttur við hvernig okkur tókst til að halda tempóinu í spilinu okkar og kátur með stigin tvö,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Við sáum það í síðasta leik Blika í Síkinu gegn Tindastóli að þeir geta vel sett niður skot fyrir utan þriggja stiga línuna og leikplanið okkar var að sjá til þess að þeir mynda ekki hitna þar. Það gekk upp að þessu sinni og sóknarleikurinn var heilt yfir fínn. Nú bara æfum við vel í hléinu og komum af fullum krafti inn í síðustu fjóra leiki deildarkeppninnar og sjáum hvar við endum,“ sagði Lárus um framhaldið. Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Þór Þorlákhöfn? Þórsarar þurftu ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri og Lárus Jónsson gat dreift álaginu vel á milli leikmanna liðsins. Þða voru einfaldlega meiri gæði í öllu því sem Þórsarar tóku sér fyrir hendur í þessum leik og stigin tvö fara yfir Hellisheiðina. Hverjir sköruðu fram úr? Nigel Pruitt og Tómas Valur Þrastarson voru fremstir á meðal jafningja hjá Þór á meðan Keith Jordan og Árni Elmar Hrafnsson drógu vagninn í sóknarleik Breiðabliks. Hvað gekk illa? Blikar náðu aldrei upp neinni stemmingu og krafti í sína spilamennsku í þessum leik og heimamenn lágust bara marflatir fyrir Þórsurum. Það var ekki að sjá í þessari viðureign að leikmenn Breiðabliks ætli að berjast með kjafti og klóm fyrir því að forðast fall úr deild þeirra bestu. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en eftir það fer Breiðablik í Hveragerði og etur þar kappi við Hamar í botnbaráttuslag fimmtudaginn 7. mars. Sama kvöld fær Þór svo Njarðvík í heimsókn í Þorlákshöfn en liðin sitja í fjórða til fimmta sæti deildarinnar og eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum