Innlent

Í­búar á Eyrinni haldi sig innan­dyra vegna efna­leka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lekinn varð við Furuvelli á Akureyri.
Lekinn varð við Furuvelli á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Íbúar á Eyrinni á Akureyri, sunnan við Furuvelli, eru beðnir um að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða vegna efnaleka sem varð á Furuvöllum fyrr í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Þar segir að einungis lítið magn af efnum hafi lekið en ekki er tekið fram hvaða efni láku eða hjá hvaða fyrirtæki. 

„Slökkvilið og lögregla eru við störf á vettvangi og óskum við þess að vegfarendur sýni því tillitssemi og virði lokanir,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×