Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. febrúar 2024 11:30 Við vinnu á nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi til Reykjanesbæjar sem kom í stað þeirrar sem fór undir hraun í eldgosi í síðustu viku. Vísir/Ívar Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. „Það eru miklir lekar bæði í stofnlögninni að Grindavík og dreifikerfinu eftir jarðhræringarnar sem valda því að þrýstingurinn er mjög lágur,“ segir Reynir Sævarsson, verkfræðingur sem starfar á vegum almannavarna í og við Grindavík. Hann segir að laga þurfi þessa leka til að byggja upp þrýsting og koma hita á fleiri hús í bænum. Megnið af bænum sé hinsvegar tengt hitaveitu í dag. „Síðan er rafveitan þannig að hún er mikið til bara í lagi. Það eru langflest húsin tengd rafmagni og skemmdir í byggðinni valda því að þar eru sumir fasarnir ekki tengdir, þannig það eru ekki alveg full gæði á rafmagninu en eftir að það var byggð lína yfir hraunið þá er það komið í lag.“ Hann segir gagnaveitustreng Mílu hafa eyðilagst í eldgosinu í síðustu viku. Til standi að leggja streng yfir hraunið í loftlínu. Þá standi yfir viðgerð á kaldavatnslögn sem lenti undir hrauni. Reynir segir um snúin viðgerðarverkefni að ræða þar sem tryggja þurfi öryggi starfsmanna. Langtímalausnin í lofti Er ástandið á þessum stóru lögnum inn í bæinn verra en þið áttuð von á? „Það er svolítið bara eins og við bjuggumst við. Við vorum búin að læra það úr fyrri gosum og með tilraunum sem voru gerðar að lögnum almennt líður mjög illa í þessum mikla hita undir hraununum. Þannig að allt sem er úr plasti það bráðnar og einangrun á lögnum hún eyðileggst.“ Sumar af vatnslögnunum muni þurfa að fara yfir hraunið, líkt og gert hafi verið í viðgerð á Njarðvíkuræðinni. Stundum sé það eina leiðin og huga verði að því til framtíðar. Reynir segir að reynt sé að vinna í haginn áður en næsta eldgos hefst, sem spáð hefur verið um mánaðarmótin. „Það fellst í því að eiga til nægt lagnaefni og lausnir til að vera snöggir að tengja aftur. Þetta eru þá þessar loftlínur og lagnir á yfirborði og að koma lögnum undir þykkara lag af jarðvegi til þess að verjast hitanum. Og það er í vinnslu allt saman, bæði í átt til Reykjanesbæjar og Grindavíkur.“ Tryggja sig með meiri jarðhita Reynir segir mikilvægast nú að ná yfirhöndinni í slagnum við náttúruöflin. Bæði skiptin sem hitaveitan hafi orðið fyrir skakkaföllum, Njarðvíkuræðin og Grindavíkuræðin, hafi ekki tekist í tæka tíð að koma nýrri lögn í jörðu. Nú þurfi að spýta í lófana. „Síðan erum við líka að undirbúa hvernig við gætum orðið okkur úti um hitaorku ef að eitthvað kæmi fyrir reksturinn í Svartsengi,“ segir Reynir. Þá yrði að hita húsnæðið með rafmagni, sem sé gríðarlega erfitt þar sem rafmagnskerfin séu ekki gerð til húshitunar sem krefjist miklu meiri orku. „Þannig við erum að leita að jarðhita á öðrum stöðum til þess að virkja með eins miklum hraði og við getum og verða okkur þannig út um heitt vatn sem dugir ekki til þess að hafa allt eins og við erum vön, á fullum hita og með sundlaugum og slíkt en eitthvað til að hjálpa til við kyndingar á rafmagni,“ segir Reynir. „En til lengri tíma þurfum við bara að hafa tvöfalt öryggi á orkuframleiðslunni. Á öllu svæðinu. Treysta ekki bara á eina framleiðslu í Svartsengi.“ Húseigendur hafi ýmis atriði í huga Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að mikill leki sé bæði á stofnæð til Grindavíkur og í dreifikerfinu í bænum. Þrýstingur á heitavatnslögninni er því mjög lágur. Leit er hafin að biluninni og verður reynt að gera við hana sem fyrst. Segir að réttast hafi þótt í stöðunni að grafa niður á bilunina frekar en að leggja nýja lögn yfir hraunið. Segir ennfremur að mikil áskorun sé fyrir almannavarnarkerfið að halda uppi hita í húsum í Grindavík. Til að koma vatni um hitakerfi húsanna við þær aðstæður sem uppi hafa verið síðustu vikur og mánuði, breyttu píparar á vegum Almannavarna stillingu þrýsijafnara í inntaksgrindum og lokuðu fyrir neysluvatn og hleyptu vatni af þeim til öryggis. „Þetta var talið mikilvægt að gera því það er nánast ómögulegt að tryggja eðlilega vatnsnotkun, því smávægileg breyting á stillingu þrýstijafnara eða smávægileg breyting í þrýstingi í dreifikrefinu getur þýtt að annað hvort hætti rennsli um hitakerfi húsanna alveg eða þá að rennslið stóraukist.“ Vegna þessa er mikilvægt að húseigendur sem fara inn í húsin sín í Grindavík hafi eftirfarandi í huga: Vegna mikils leka í stofnæð og dreifikerfi er mikilvægt að breyta ekki stillingum í inntaksgrind. Í sumum íbúðum er hiti í lægri kantinum og í öðrum er hitinn mikill. Ástæðan er sú að vegna mjög lágs þrýstings í dreifikerfinu er ómögulegt að stýra rennslinu nákvæmlega. Píparar á vegum Almannavarna lokuðu fyrir neysluvatn og tæmdu neysluvatnslagnir til að draga úr líkum á tjónum ef hiti færi aftur af byggðinni. Mikilvægt er að húseigendur opni ekki aftur fyrir neysluvatnslagnirnar af þessum sökum. Píparar á vegum Almannavarna lokuðu gluggum til að draga úr kælingu húsanna og mikilvægt er að húseigendur loki gluggum aftur þegar þeir yfirgefa íbúðir. Fréttin var uppfærð kl. 11:49 með tilkynningu frá almannavörnum um leka í stofnæð til Grindavíkur og dreifikerfi bæjarins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
„Það eru miklir lekar bæði í stofnlögninni að Grindavík og dreifikerfinu eftir jarðhræringarnar sem valda því að þrýstingurinn er mjög lágur,“ segir Reynir Sævarsson, verkfræðingur sem starfar á vegum almannavarna í og við Grindavík. Hann segir að laga þurfi þessa leka til að byggja upp þrýsting og koma hita á fleiri hús í bænum. Megnið af bænum sé hinsvegar tengt hitaveitu í dag. „Síðan er rafveitan þannig að hún er mikið til bara í lagi. Það eru langflest húsin tengd rafmagni og skemmdir í byggðinni valda því að þar eru sumir fasarnir ekki tengdir, þannig það eru ekki alveg full gæði á rafmagninu en eftir að það var byggð lína yfir hraunið þá er það komið í lag.“ Hann segir gagnaveitustreng Mílu hafa eyðilagst í eldgosinu í síðustu viku. Til standi að leggja streng yfir hraunið í loftlínu. Þá standi yfir viðgerð á kaldavatnslögn sem lenti undir hrauni. Reynir segir um snúin viðgerðarverkefni að ræða þar sem tryggja þurfi öryggi starfsmanna. Langtímalausnin í lofti Er ástandið á þessum stóru lögnum inn í bæinn verra en þið áttuð von á? „Það er svolítið bara eins og við bjuggumst við. Við vorum búin að læra það úr fyrri gosum og með tilraunum sem voru gerðar að lögnum almennt líður mjög illa í þessum mikla hita undir hraununum. Þannig að allt sem er úr plasti það bráðnar og einangrun á lögnum hún eyðileggst.“ Sumar af vatnslögnunum muni þurfa að fara yfir hraunið, líkt og gert hafi verið í viðgerð á Njarðvíkuræðinni. Stundum sé það eina leiðin og huga verði að því til framtíðar. Reynir segir að reynt sé að vinna í haginn áður en næsta eldgos hefst, sem spáð hefur verið um mánaðarmótin. „Það fellst í því að eiga til nægt lagnaefni og lausnir til að vera snöggir að tengja aftur. Þetta eru þá þessar loftlínur og lagnir á yfirborði og að koma lögnum undir þykkara lag af jarðvegi til þess að verjast hitanum. Og það er í vinnslu allt saman, bæði í átt til Reykjanesbæjar og Grindavíkur.“ Tryggja sig með meiri jarðhita Reynir segir mikilvægast nú að ná yfirhöndinni í slagnum við náttúruöflin. Bæði skiptin sem hitaveitan hafi orðið fyrir skakkaföllum, Njarðvíkuræðin og Grindavíkuræðin, hafi ekki tekist í tæka tíð að koma nýrri lögn í jörðu. Nú þurfi að spýta í lófana. „Síðan erum við líka að undirbúa hvernig við gætum orðið okkur úti um hitaorku ef að eitthvað kæmi fyrir reksturinn í Svartsengi,“ segir Reynir. Þá yrði að hita húsnæðið með rafmagni, sem sé gríðarlega erfitt þar sem rafmagnskerfin séu ekki gerð til húshitunar sem krefjist miklu meiri orku. „Þannig við erum að leita að jarðhita á öðrum stöðum til þess að virkja með eins miklum hraði og við getum og verða okkur þannig út um heitt vatn sem dugir ekki til þess að hafa allt eins og við erum vön, á fullum hita og með sundlaugum og slíkt en eitthvað til að hjálpa til við kyndingar á rafmagni,“ segir Reynir. „En til lengri tíma þurfum við bara að hafa tvöfalt öryggi á orkuframleiðslunni. Á öllu svæðinu. Treysta ekki bara á eina framleiðslu í Svartsengi.“ Húseigendur hafi ýmis atriði í huga Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að mikill leki sé bæði á stofnæð til Grindavíkur og í dreifikerfinu í bænum. Þrýstingur á heitavatnslögninni er því mjög lágur. Leit er hafin að biluninni og verður reynt að gera við hana sem fyrst. Segir að réttast hafi þótt í stöðunni að grafa niður á bilunina frekar en að leggja nýja lögn yfir hraunið. Segir ennfremur að mikil áskorun sé fyrir almannavarnarkerfið að halda uppi hita í húsum í Grindavík. Til að koma vatni um hitakerfi húsanna við þær aðstæður sem uppi hafa verið síðustu vikur og mánuði, breyttu píparar á vegum Almannavarna stillingu þrýsijafnara í inntaksgrindum og lokuðu fyrir neysluvatn og hleyptu vatni af þeim til öryggis. „Þetta var talið mikilvægt að gera því það er nánast ómögulegt að tryggja eðlilega vatnsnotkun, því smávægileg breyting á stillingu þrýstijafnara eða smávægileg breyting í þrýstingi í dreifikrefinu getur þýtt að annað hvort hætti rennsli um hitakerfi húsanna alveg eða þá að rennslið stóraukist.“ Vegna þessa er mikilvægt að húseigendur sem fara inn í húsin sín í Grindavík hafi eftirfarandi í huga: Vegna mikils leka í stofnæð og dreifikerfi er mikilvægt að breyta ekki stillingum í inntaksgrind. Í sumum íbúðum er hiti í lægri kantinum og í öðrum er hitinn mikill. Ástæðan er sú að vegna mjög lágs þrýstings í dreifikerfinu er ómögulegt að stýra rennslinu nákvæmlega. Píparar á vegum Almannavarna lokuðu fyrir neysluvatn og tæmdu neysluvatnslagnir til að draga úr líkum á tjónum ef hiti færi aftur af byggðinni. Mikilvægt er að húseigendur opni ekki aftur fyrir neysluvatnslagnirnar af þessum sökum. Píparar á vegum Almannavarna lokuðu gluggum til að draga úr kælingu húsanna og mikilvægt er að húseigendur loki gluggum aftur þegar þeir yfirgefa íbúðir. Fréttin var uppfærð kl. 11:49 með tilkynningu frá almannavörnum um leka í stofnæð til Grindavíkur og dreifikerfi bæjarins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent