Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 13:00 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir. Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum. Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum.
Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira