„Þetta er fullkomlega óeðlilegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 15:01 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“ Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður um stöðu Ríkisútvarpsins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, en hann hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á umhverfi fjölmiðla. „Þessi hugmyndafræði sem liggur að baki opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp og hefur ekki reynst vel og það á ekki eingöngu við um Ríkisúrvarpið.“ RÚV valdi stórkostlegum skaða Hann segir ótækt að ríkisrekstur, á hvaða sviði sem er stundi samkeppni við einkaaðila. Passa verði upp á að ríkisrekstur skaði sjálfstæð einkafyrirtæki sem minnst og hafi sem minnst áhrif á markaðinn. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að Ríkisútvarpið valdi stórkostlegum skaða á íslenskum fjölmiðlamarkaði og særi og veiki starfsemi sjálfstæðra fjölmiðla.“ Meginhlutverk RÚV hafi alltaf verið að varðveita íslenska tungu og menningu og segir Óli tíma til kominn að stofnunin einbeiti sér að því hlutverki. „Styðja við listir, menningarstarfsemi, sögu þjóðar og svo framvegis, veita áræðanlegar og traustar upplýsingar en dagskrágerðin miðar að því að hámarka áhorf til að geta selt síðan auglýsingar vegna þess að þeir eru á markaði. Það er auðvitað það sem einkareknir sjálfstæðir miðlar eiga frekar að gera og Ríkisútvarpið á að einbeita sér að því sem var alltaf hugsunin í upphafi.“ Hann segir mikilvægt að þingið nái saman í þessum efnum. „En því miður er það þannig að fram til þessa hefur meirihluti þingsins ekki verið þessarar skoðunar og þess vegna er staða sjálfstæðra fjölmiðla jafn veikburða og við erum vitni af. Púkinn í fjósinu hans Sæmundar, hann fitnar bara.“ Galin aðför Þá segist hann ekki skila hvers vegna ríkið stundi fjölmiðlarekstur. „Ég get skil marga sem hafa áhyggjur af því að það verði eitthvað gat á markaði ef ríkið sinni ekki ákveðnum þætti í listum og menningu og sögu þjóðarinnar. Og þá skulum við bara gera það þannig, þá skulum við haga ríkisrekstrinum með þeim hætti að það veiki ekki stöðu sjálfstæðra fjölmiðla.“ Tekur hann hlaðvörp sem dæmi en fjölmargir Íslendingar stunda nú atvinnu af því að halda úti litlum og meðalstórum hlaðvörpum. „Sem er orðin mjög fjölbreytt flóra í dag en hvað gerir Ríkisútvarpið þá? Um leið og Ríkisútvarpið verður vart við það að einstaklingar geta fundið sér einhverja syllu á markaði fjölmiðla eins og í hlaðvarpi þá fer það beint í samkeppni við þá og heggur litlu einstaklinganna. Þetta er auðvitað galin aðför.“ Tekjur RÚV aukist þó ekkert hafi gerst í rekstrinum Tekið sé á þessum málum í frumvarpinu, Nái það fram að ganga breytist fjármögnun Ríkisútvarpsins enda fer reksturinn inn í fjárlög og útvarpsgjaldið fellur niður. „Sko í hvert einasta skipti sem einhver íslendingur fagnar sextán ára afmæli eða einhver Íslendingur tekur sig til í bjartsýni og stofnar fyrirtæki þá fjölgar innan gæsalappa áskrifendum Ríkisútvarpsins. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast í hvert skipti þó ekkert hafi gerst í rekstrinum. Þetta er fullkomlega óeðlilegt.“
Fjölmiðlar Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira