Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 17:05 Úkraínskir hermenn að störfum í Dónetsk-héraði. AP/ROman Chop Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Umfangsmiklar loftárásir eru sagðar hafa spilað rullu í þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hörfa frá rústum borgarinnar og mynda nýjar varnarlínur vestur af henni. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja útlit fyrir að Rússar hafi náð að tryggja sér staðbundna yfirburði í háloftunum yfir Avdívka. Þá yfirburði hafi þeir notað til að styðja framsókn rússneskra hermanna, meðal annars með umfangsmikilli notkun svokallaðra svifsprengja. Rússar eiga mikið af gömlum sprengjum sem geta verið mjög stórar. Þeir hafa bætt vængjum við þær og staðsetningarbúnaði og er þeim varpað af flugvélum úr mikilli hæð. Þaðan geta sprengjurnar svifið allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Rússneskir herbloggarar hafa margir vísað til þessara sprengjuárása sem helstu ástæðu þess að Rússum hafi loks tekist að stökkva Úkraínumönnum á flótta, eftir umfangsmiklar árásir frá því í október. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/kS2tN2ld36— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 17, 2024 Úkraínumenn glíma við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið en þá skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi. Þennan skort má að miklu leyti rekja til pólitískra deilna í Bandaríkjunum en þaðan hefur engin hernaðaraðstoð verið send til Úkraínu um mánaða skeið. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Þessi flugskeytaskortur hefur mögulega komið niður á vörnum Úkraínumanna yfir Avdívka og leitt til yfirráða Rússa. Úkraínumenn segjast þó hafa skotið niður þrjár herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Rússar hafa sagt þessar fregnir rangar en myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að minnst tvær herþotur hafi verið skotnar niður. Over the past 24 hours, Ukraine has successfully downed four Russian planes conducting guided bomb raids. Video shows a fighter jet crashing in the village of Diakove in occupied Luhansk region. Notably, the women discussing potential wreckage sites are all speaking Ukrainian pic.twitter.com/fYubNIGO5h— Maria Avdeeva (@maria_avdv) February 18, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19 „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Umfangsmiklar loftárásir eru sagðar hafa spilað rullu í þeirri ákvörðun Úkraínumanna að hörfa frá rústum borgarinnar og mynda nýjar varnarlínur vestur af henni. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war segja útlit fyrir að Rússar hafi náð að tryggja sér staðbundna yfirburði í háloftunum yfir Avdívka. Þá yfirburði hafi þeir notað til að styðja framsókn rússneskra hermanna, meðal annars með umfangsmikilli notkun svokallaðra svifsprengja. Rússar eiga mikið af gömlum sprengjum sem geta verið mjög stórar. Þeir hafa bætt vængjum við þær og staðsetningarbúnaði og er þeim varpað af flugvélum úr mikilli hæð. Þaðan geta sprengjurnar svifið allt að hundrað kílómetra áður en þær lenda á jörðinni með tiltölulega mikilli nákvæmni. Úkraínskir hermenn segja að undanfarna daga hafi um sextíu slíkum sprengjum verið varpað á þá á dag í og við Avdívka. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Rússneskir herbloggarar hafa margir vísað til þessara sprengjuárása sem helstu ástæðu þess að Rússum hafi loks tekist að stökkva Úkraínumönnum á flótta, eftir umfangsmiklar árásir frá því í október. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2Tr Archive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/kS2tN2ld36— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) February 17, 2024 Úkraínumenn glíma við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið en þá skortir einnig flugskeyti í loftvarnarkerfi. Þennan skort má að miklu leyti rekja til pólitískra deilna í Bandaríkjunum en þaðan hefur engin hernaðaraðstoð verið send til Úkraínu um mánaða skeið. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Þessi flugskeytaskortur hefur mögulega komið niður á vörnum Úkraínumanna yfir Avdívka og leitt til yfirráða Rússa. Úkraínumenn segjast þó hafa skotið niður þrjár herþotur nærri Avdívka á undanförnum dögum. Rússar hafa sagt þessar fregnir rangar en myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum gefa til kynna að minnst tvær herþotur hafi verið skotnar niður. Over the past 24 hours, Ukraine has successfully downed four Russian planes conducting guided bomb raids. Video shows a fighter jet crashing in the village of Diakove in occupied Luhansk region. Notably, the women discussing potential wreckage sites are all speaking Ukrainian pic.twitter.com/fYubNIGO5h— Maria Avdeeva (@maria_avdv) February 18, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19 „Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40
Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum. 16. febrúar 2024 14:19
„Ef þið borgið ekki, ætla ég ekki að verja ykkur“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ítrekaði í gær að ef hann sneri aftur í Hvíta húsið, myndi hann ekki koma ríki í Atlantshafsbandalaginu til varnar í tilfelli árásar, nema þetta tiltekna ríki „borgaði“. 15. febrúar 2024 15:46
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52