Elskar bjór og mætti alltaf með fimm aukakíló Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 11:01 Eden Hazard fékk kveðjuathöfn á landsleik Belga síðasta haust, eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Getty/Joris Verwijst Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Eden Hazard viðurkennir að hafa ítrekað mætt of þungur og ekki í formi til æfinga hjá Real Madrid eftir sumarfrí. Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu. Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Hazard segir eina ástæðuna hafa verið ást sína á bjór og hann hafi einfaldlega þurft að fórna svo miklu tíu mánuði ársins, að hann hafi viljað njóta þess til fulls að vera í sumarfríi með fjölskyldu sinni. Hazard, sem kom til Real frá Chelsea fyrir 100 milljónir punda árið 2019, ræddi þessi mál í hlaðvarpsþætti John Obi Mikel, sem var samherji hans hjá Chelsea. „Þetta var alveg satt,“ sagði Hazard um fréttirnar af því að hann mætti of þungur til æfinga á undirbúningstímabilin með Real. „Á hverju sumri bætti ég á mig 4-5 kílóum því mér fannst maður fórna svo miklu í tíu mánuði ársins. Þá þarf maður að halda líkamanum í allra besta formi og fólk sparkar samt í þig, svo að fríið manns verður að vera frí,“ sagði Hazard. Eden Hazard:"As a Belgian guy, we love beers because my country has the best in the world. I didn't tell you I used to drink every day; that's not true. But sometimes after a good game, 1 or 2 is nice, and the feelings better when you play a good game." #CFC pic.twitter.com/UU4ow8vLUO— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) February 19, 2024 „Ekki biðja mig um að gera neitt. Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni, fara á ströndina, svo ekki láta mig þurfa að hlaupa þessar 3-4 vikur. Ég get sparkað í bolta með krökkunum á ströndinni, ekkert mál, en ekki biðja mig um að hlaupa,“ sagði Hazard. „Ef þú skoðar ferilinn minn þá var maður alltaf meðvitaður um það fyrsta mánuð tímabilsins að þetta væri rétt að byrja, og svo frá september og október þá var ég á flugi, því ég þurfti tíma fyrir líkamann og hugann. Svo já, það er satt, ég kom úr fríinu með fimm kíló aukalega. Ég vissi það. Ég elska allt við að vera með fjölskyldunni og vinum. Ef þú biður mig um að borða eitthvað þá borða ég það. Jafnvel þó að mig langi ekki í það þá borða ég það. Sem Belgi þá elska ég bjór því landið mitt er með bestu bjóra í heimi. Ég er ekki að segja að ég drekki á hverjum degi, því þannig er það ekki, en það er gott að fá sér 1-2 eftir góðan leik,“ sagði Hazard. Hazard, sem er 33 ára, tilkynnti í október á síðasta ári að hann hefði lagt skóna á hilluna, þremur mánuðum eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Hann lék aðeins 54 deildarleiki fyrir Real á fjórum árum, og skoraði fjögur mörk, eftir að hafa gert 85 mörk í 245 deildarleikjum fyrir Chelsea. Þá skoraði hann 33 mörk í 126 A-landsleikjum fyrir Belgíu.
Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira