Fótbolti

Ronaldo kominn upp fyrir Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungir aðdáendur Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar lið Al-Nassr og Inter Miami mættust á dögunum.
Ungir aðdáendur Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar lið Al-Nassr og Inter Miami mættust á dögunum. Getty/Yasser Bakhsh

Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli.

Þarna erum við að tala um mörk sem koma ekki úr vítaspyrnum þar sem Ronaldo er með gott forskot.

Markið sem kom Ronaldo í efsta sætið hjálpaði líka Al Nassr að vinna 2-1 sigur á Al Fateh. Markið skoraði Portúgalinn með góðu skoti á 17. mínútu leiksins.

Ronaldo er með mun fleiri mörk í heildina eða 875 á móti 821 marki frá Messi.

Fram að leiknum um helgina þá var Messi með fleiri mörk ef við teljum ekki vítaspyrnurnar með.

Ronaldo hefur skorað mun fleiri mörk úr vítaspyrnum en nú hefur hann líka skorað fleiri mörk utan af velli.

Eftir markið um helgina er staðan 714-713 fyrir Ronaldo í mörkum utan af velli. Í vítaspyrnum er staðan 161-108 fyrir Ronaldo.

Ronaldo hefur skorað mörkin sín 875 í 1206 leikjum, 747 fyrir félagsliðin sín og 128 fyrir portúgalska landsliðið.

Messi hefur skorað 821 mark í 1047 leikjum, 715 fyrir félalagslið og 196 fyrir argentínska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×