Ólík upplifun pílukastara og framkvæmdastjóra af meintum flugdólgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:01 Um var að ræða flugvél Icelandair á leið heim frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, segir ungan flugþjón í vél Icelandair á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Íslands í gærkvöldi hafa sýnt aðdáunarverða stillingu gagnvart ógæfudreng í geðrofi í vélinni. Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þetta segir Haraldur, betur þekktur sem Halli Egils, í færslu á Facebook. Tilefnið er færsla Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra og eins eiganda Bako Ísberg, á Facebook. Þar lýsir Bjarni heimfluginu og fyrstu kynnum sínum af flugdólgi. „Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja. Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona því hann byrjaði að góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um að þetta væru skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni. Lendiði helvítis vélinni „Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra „lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni. Ungur flugþjónn hafi verið settur við hlið mannsins og staðið sig vel, rabbað við hann og haldið rólegum. Meira að segja þegar farþeginn bað um viský eftir lendingu og leigubíl út að vél eftir að hafa kastað upp. „Svo kom löggan og fjarlægði hann, þá sá ég að minn maður var ungur fíkill. Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni. Bjarni Ákason lætur reglulega til sín taka í umræðunni á Facebook.Vísir/Vilhelm Kona hans hafi ekki tekið það í mál og tjáð Bjarna að hann væri fáviti. Halli hefur nokkuð ólíka upplifun af ferðalaginu heim. Hann segist hafa setið í fimmtu sætaröð fyrir aftan Bjarna og frú sem voru í þeirri fjórðu á Business class. Ungi ógæfumaðurinn hafi verið í næstu sætaröð fyrir aftan sig. Ekkert hafi gerst fyrr en um fjörutíu mínútur voru í lendingu. Helsta ónæðið gagnvart farþegunum á Business class „Hann vildi bara „leggja helvítis rútunni“ og „ef hann væri að keyra þá væru allir komnir heim“... Svona talaði hann smá rant, örlítið hávær, en alls ekkert vesen á honum.“ Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson og Halli Egils mynduðu teymi í stjörnupílunni á Stöð 2 Sport í fyrra.Stöð 2 Sport Ónæðið hafi verið lítið, smá hávaði sem hafi að mestu drukknað í hávaðanum í vélinni sjálfri. „Lögreglan kom, fylgdi honum úr vélinni. Hann bað um að það yrði hringt í móður hans. Það var aldrei nein hætta vegna hans, mesta ónæðið sem hann skapaði var hjá þessu góða fólki í business class rýminu sem vildi síðan taka mynd af honum sér til skemmtunar,“ segir Halli. Þó Halli og Bjarni sjái ýmislegt ekki sama ljósi eru þeir þó sammála um að flugþjónninn hafi staðið sig vel. „Flugþjónninn sem sat hjá drengnum þessar síðustu mínútur af ferðinni á svo sannarlega hrós skilið fyrir fagmennsku og þolinmæði. Bjarni Ákason mætti alveg taka sér hann til fyrirmyndar,“ segir Halli sem hefði kosið meiri skilning á aðstæðum fólks í fíknivanda.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira