„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 19:27 Talið er að fráveitukerfið í austurhluta Grindavíkur sé laskað. Björn Steinbekk Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð. Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Þetta kom fram í máli Atla Geirs Júlíussonar á íbúafundi Grindvíkinga í kvöld. Hann segir að á miðvikudag verði byrjað á því að hleypa köldu vatni inn á hafnarsvæði bæjarins klukkan 10, 13 og 14. „Þetta þarf að gerast í ákveðnum skrefum og svo munum við byrja að þreifa fyrir okkur inni í bænum eftir það. Af því að við höfum ekkert vatn á kerfinu, þannig að við vitum í raun og veru ekki alveg hvernig staðan er á dreifikerfi vatnsveitunnar í bænum. Það mun raungerast fyrir okkur þegar vatnið kemst á stofninn og við byrjum að láta þetta seitla inn í bæinn. Vonandi mun það ganga vel, vatnsveitan okkar sýndi ótrúlega seigju.“ Fráveitan tekur lengri tíma Atli Geir segir að lengri tíma muni taka að koma fráveitukerfi bæjarins í lag. „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum á meðan við höfum ekki vatn. Meðfram þessari vinnu vonumst við til þess að geta farið að nota fráveitukerfið okkar og við munum meta það jafnt og þétt hvernig fráveitan liggur út. Fyrir þennan viðburð 14. janúar var fráveitan orðin virk hjá okkur. Það er ákveðin bjartsýni í vestari hlutanum og hafnarsvæðinu, af því að þar höfum við ekki séð svona miklu aflögun á landinu. En við erum nokkuð vissir um að austurhlutinn sé að einhverju leyti tjónaður.“ Hann segir að það að gera við kalda vatnið í austari hluta bæjarins sé nánast að „ljúga það saman“ en þegar kemur af fráveitunni þurfi að treysta á sjálfrennsli og slíkt. Það gæti orðið flóknari aðgerð.
Vatn Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19. febrúar 2024 17:17
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27
Býst við að fáir muni gista í bænum Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. 19. febrúar 2024 14:56